fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Aukavinna læknisins endaði á að kosta hann lífstíðarfangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 10. mars 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Hanson hafði um árabil starfað sem læknir í Kansas í Bandaríkjunum. Þessi 57 ára karlmaður var að mestu óumdeildur og var ekki annað að sjá en hann sinnti starfi sínu af alúð.

En nú er Hanson í vondum málum því dómari dæmdi hann á dögunum í lífstíðarfangelsi fyrir fjölmörg brot. Hanson stundaði nefnilega aukavinnu meðfram störfum sínum sem læknir því hann seldi fíklum sterk lyfseðilsskyld lyf.

Þetta var ákveðin búbót fyrir Hanson því með aukapeningnum gat hann greitt fyrir húsaleigu læknastofu sinnar í Kansas. Sala hans á sterkum lyfjum enduðu á að kosta að minnsta kosti einn skjólstæðing hans lífið. Árið 2015 lést maður að nafni Nick McGovern eftir að hafa keypt lyf af Hanson.

Um var að ræða lyfin alprazolam, bensólyf sem meðal annars er selt undir heitinu Xanax og hefur mikil kvíðastillandi áhrif, og lyfið methadon, sem heróínfíklar nota til að trappa sig niður. Nick tók of stóran skammt af þessum lyfjum sem endaði á að kosta hann lífið.

Talið er að Hanson hafi haft talsverðar fjárhæðir upp úr krafsinu og var hann ákærður fyrir peningaþvætti, auk þess sem hann var ákærður fyrir að valda dauða Nicks.

Dómari í málinu taldi ekki ástæðu til að sýna Hanson neina miskunn þegar hann dæmdi lækninn í lífstíðarfangelsi á föstudag. „Ég hef áður dæmt fólk í lífstíðarfangelsi en það eru einstaklingar sem notuðu skotvopn og skutu fólk,“ sagði dómarinn, J. Thomas Marten.

Verjandi Hanson segir að dómnum verði áfrýjað.

Stephen McAllister, yfirsaksóknari í Kansas, segir að dómurinn sendi skýr skilaboð til lækna sem hugsanlega stunda sömu iðju. „Við erum að glíma við faraldur. Yfir 70 þúsund manns dóu á landsvísu árið 2017 vegna of stórra skammta af lyfjum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta