fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Farþegaþota með 157 um borð brotlenti í morgun

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 10. mars 2019 09:43

Vél frá Ethiopian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boeing 737-farþegaþota Ethiopian Airlines brotlenti í morgun þegar hún var á leið frá Addis Ababa í Eþíópíu til Nairobi í Kenía.

Um borð voru 149 farþegar og átta manna áhöfn, að því er Reuters greinir frá. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, vottaði aðstandendum þeirra sem um borð voru samúð sína.

Ekki hefur verið greint frá því hvar þotan brotlenti eða hvort einhverjir hafi hugsanlega komist lífs af.

Frétt uppfærð kl. 08.46:

Upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að slysið hafi orðið klukkan 08.44 að staðartíma og brotlenti vélin skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Addis Ababa.

Frétt uppfærð kl. 10.10

Flugfélagið segir í yfirlýsingu að viðbragðsaðilar séu á vettvangi slyssins sem varð skammt frá bænum Bishoftu, um 60 kílómetra suðaustur af höfuðborginni. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi komist lífs af úr slysinu eða hver orsök slyssins voru. Ethiopean Airlines er vinsælt flugfélag í Afríku enda flýgur það til margra áfangastaða innan álfunnar. Slys eða flugatvik hafa ekki verið algeng en þó er þess getið í frétt BBC að árið 2010 hafi vél félagsins farist með þeim afleiðingum að 90 létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn