fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Spila inn á Mussolini og Franco

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. mars 2019 10:30

Santiago Abascal Leiðtogi Vox á Spáni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Ítalíu leikur leiðtogi Lega sér með tilvitnanir í Mussolini og á Spáni sækir hinn ungi flokkur Vox í sig veðrið og stefnir hraðbyri að sæti á þingi í næstu kosningum en þær verða í lok apríl. Vox, sem er ungur og mjög hægrisinnaður flokkur, leikur sama leik og Lega á Ítalíu nema hvað á Spáni er það einræðisherrann Franco sem flokkurinn spilar inn á í áróðri sínum.

Bæði löndin eru ung lýðræðisríki til þess að gera. Ítalía varð ekki lýðræðisríki fyrr en eftir fall fasismans á fimmta áratugnum og Spánn ekki fyrr en Franco lést á áttunda áratugnum. Bæði þessi ungu lýðveldi eru samofin Evrópusambandinu og það hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun lýðræðis í báðum löndum. Áhugi Lega og Vox á einræðisherrunum fyrrverandi og boðskap þeirra vekur nú áhyggjur innan ESB og óttast sumir afleiðingarnar.

Þá hefur Partido Popular, íhaldsflokkur sem varð flokkur falangista eftir andlát Franco, færst lengra inn á þjóðernissinnaða bylgju. Ef flokkurinn og Vox fá góða kosningu í apríl verður hægt að tala um hægri sveiflu eins og á Ítalíu þar sem Lega og Fimmstjörnuhreyfingin eru við völd. Allt eru þetta flokkar sem eru vægast sagt fullir efasemda um ágæti aðildar að Evrópusambandinu. Á göngum Evrópusambandsins er nú farið að hvísla um hvað gerist ef efasemdir um ágæti ESB breiðast líka út á Spáni. Landið er fjórða stærsta hagkerfi sambandsins og fékk marga hjálparpakka frá því til að komast í gegnum fjármálakreppuna.

Franco og Mussolini
Fasistaleiðtogar í Suður-Evrópu.

Grundvallarbreyting

Fram að þessu hefur verið haft á orði að Spánn myndi aldrei setja fram gagnrýni á ESB. Landið gekk í sambandið 1986 og hefur aðildin verið talin einn af hornsteinum lýðræðisþróunar í landinu og hafa átt stóran þátt í að festa lýðræðið í sessi. Það hefur komið stjórnmálaskýrendum á óvart hversu hratt Vox hefur vaxið ásmegin. Hingað til hefur lítið sem ekkert farið fyrir þjóðernissinnuðum íhaldsflokkum á Spáni, flokkum sem eru fullir efasemda um ágæti ESB, en slíkir flokkar hafa verið áberandi í mörgum öðrum Evrópuríkjum á undanförnum árum. En nú virðist sem svipuð þróun sé að eiga sér stað á Spáni og fái flokk eða flokka sem líkjast til dæmis Svíþjóðardemókrötunum eða AfD í Þýskalandi en báðir eru fullir efasemda um ágæti ESB og andsnúnir innflytjendum. En Vox sker sig þó aðeins frá þessum flokkum að því leyti að flokkurinn sækir stóran hluta af fylgi sínu til efnaðs fólks og vel menntaðs.

Í stefnu Vox segir meðal annars að Spánn eigi að styrkja stöðu sína í Evrópu og ná fyrri styrk í heiminum. Flokkurinn vill nýjan ESB-sáttmála sem gefi þjóðríkjunum meiri völd, að landamæri þeirra verði virt sem og fullveldi þjóðríkjanna.

Allt þetta hefur haft þau áhrif að Ciudadanos, sem gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur flokkur sem styður ESB, hefur nú fært sig lengra til hægri og segist ekki styðja að sósíalísk ríkisstjórn taki við völdum að kosningum loknum. Flokkurinn heitir því að hafna ríkisstjórn undir forystu PSOE.

Þá hafa sífellt fleiri látið óánægju sína í ljós með ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, sem er undir forystu sósíalista, um að flytja jarðneskar leifar Franco frá Dal hinna föllnu nærri Madrid á minna áberandi stað.

Sumir stjórnmálaskýrendur telja sig sjá hættumerki á lofti á Spáni og telja að tveggja flokka kerfi landsins standi nú frammi fyrir mikilli áskorun. Ein af ástæðunum fyrir auknum stuðningi við Vox er sjálfstæðisbaráttan í Katalóníu. Hún hefur orðið til þess að margir Spánverjar hafa fylkt sér bak við spænska fánann og vilja styrkja þjóðríkið.

Sjálfstæð Norður-Ítalía

Þegar kosið var til þings á Ítalíu fyrir ári blakti fáni sjálfstæðrar Katalóníu við hún á höfuðstöðvum Lega í Varese á Norður-Ítalíu. Lega var stofnaður á grunni þeirrar hugmyndar að hin ríka Norður-Ítalía eigi að segja skilið við restina af Ítalíu og þar með stjórnvöld í Róm. En af einhverjum ástæðum gufaði þessi stefna upp í kosningabaráttunni. Matteo Salvini, leiðtogi flokksins, er nú varaforsætisráðherra Ítalíu. Hann bauð sig fram í suðurhluta landsins og gerði út á efasemdir um ágæti ESB og andúð á innflytjendum í kosningabaráttu sinni. Lega fékk um 17 prósent atkvæða en hefur aukið fylgi sitt síðan miðað við skoðanakannanir og er nú stærsti flokkur Ítalíu.

Salvini hefur leikið sér með orð Mussolini og vitnar stundum í hann. Hann fer einnig sömu leið og margir aðrir popúlistaflokkar og spilar inn á andstöðu fólks við Evrópusambandið og innflytjendur og hið hefðbundna pólitíska kerfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni