fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Það er hollt fyrir karla að fá sér bjór með vinunum

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 10. mars 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert karlmaður og þig vantar góða afsökun fyrir að fara og hitta vini þína í dag þá skaltu lesa þetta. Það getur líka verið gott fyrir konur að lesa þetta til að vita hvaða afsökun karlarnir ætla að hafa fyrir að fara að hitta vinina.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það hefur mjög góð áhrif á heilsu karla og lengir líf þeirra ef þeir eyða tíma með vinum sínum og drekka bjór. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að karlar sem umgangast nánustu vini sína tvisvar í viku eru við betri heilsu en þeir sem hitta vinina sjaldan.

Í umfjöllun á TV2 kom fram að þeir karlar sem hitta vinina tvisvar í viku jafni sig fyrr af veikindum, séu glaðlyndari og betur í stakk búnir til að takast á við þunglyndi af völdum peningavandræða, álags í vinnunni eða of mikillar vinnu.

Það var Robin Dunbar, prófessor í sálfræði við Oxford háskóla, sem stýrði rannsókninni sem framkvæmd var 2014. Í samtali við Daily Mail sagði hann samspil margra ólíkra þátta geti haft áhrif á heilsu karla, allt frá því að horfa á hópíþróttir með þeim eða fá sér bjór með þeim á föstudagskvöldi. Hann sagði að lykillinn að því að viðhalda vinskap sé að hittast tvisvar í viku og gera eitthvað með sínum nánustu.

Það er þó rétt að hafa í huga að rannsóknin var kostuð af Guinness bjórframleiðandanum á sínum tíma þó það eigi auðvitað ekki að hafa áhrif á rannsóknir virtra vísindamanna.

Í rannsókninni fylgdust Dunbar og samstarfsfólk hans með fimm körlum. Tveir þeirra voru með vinum sínum tvisvar í viku og þeir voru við mun betri heilsu en hinir þrír sem umgengust vini sína ekki eins oft. Allir karlarnir eyddu um fimmtungi hvers sólarhrings í samskipti við um 150 „vini“ á samfélagsmiðlum, með textaskilaboðum eða símtölum. Dunbar sagði að samskipti sem þessi hafi ekki nálægt því sömu heilsufarslegu áhrifin og að hitta vini sína í eigin persónu.

Það er kannski eðlilegt að fólk klóri sér í höfðinu og hugleiði hvort þessar niðurstöður geti virkilega verið réttar. Sérstaklega í ljósi þess að það var bjórframleiðandi sem kostaði rannsóknina og úrtakið var mjög lítið, aðeins fimm karlar.

En svipaðar niðurstöður hafa komið fram í öðrum rannsóknum. Í sænskri rannsókn sem stóð yfir í sex ár sáu vísindamenn tengsl á milli vinskapar og hjartasjúkdóma. Í rannsókninni kom fram að ástarsamband við annan aðila hafði ekki svo mikið að segja fyrir heilsuna en vinskapur hafði mikið að segja. Það að eiga ekki vini var jafn slæmt fyrir heilsuna og reykingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar