fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þúsundir barna í Venesúela fara ólöglega yfir landamærin daglega til að komast í skóla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. mars 2019 18:30

Venesúela Mikil ókyrrð í stjórnmálum og efnahagsmálum undanfarin ár hefur mikil áhrif á landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stirt samband á milli stjórnvalda í Venesúela og Kólumbíu þessa dagana. Ástandið í Venesúela er allt annað en gott en algjört hörmungarástand ríkir í efnahagsmálum landsins og staðan er mjög erfið í pólitíkinni þar sem stjórnarandstaðan reynir að koma Nicolas Maduro, forseta, frá völdum en hann situr sem fastast, enn sem komið er.

Stjórnvöld í Kólumbíu styðja stjórnarandstöðuna og það fer illa í Maduro sem lokaði nýlega landamærunum að Kólumbíu. Þetta hefur mikil áhrif á um 3.000 börn sem sækja skóla í Kólumbíu og þurfa að fara yfir landamærin til þess.

Foreldrum barnanna hefur tekist að koma þeim í skóla í Kólumbíu en þeir telja skólakerfið þar mun betra en í heimalandinu. Nú neyðast börnin til að fara ólöglega yfir landamærin daglega til að geta mætt í skóla.

Börnin fara venjulega gangandi yfir tvær brýr sem tengja löndin en þeim hefur nú verið lokað til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð komist til landsins en Maduro vill ekki fá hana þar sem hann segir að engin neyð ríki í landinu.

Börnin fara því nú yfir ána Táchira, sem skilur löndin að, á heimagerðum flekum til að komast í skóla. Foreldrar þeirra fylgja þeim niður að ánni daglega og sjá til þess að þau komist heilu og höldnu yfir hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt