fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Hyggst lýsa yfir neyðarástandi í Venesúela – Landið er nánast á heljarþröm

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 07:59

Mótmæli eru tíð í þessu hrjáða landi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ástandið í Venesúela sé grafalvarlegt og er landið nánast á heljarþröm. Óstjórn hefur leitt til þess að efnahagur landsins er í rúst í þessu landi sem hefur alla burði til að vera auðugasta ríki Suður-Ameríku. Ofan á efnahagslegar hamfarir fer mikið fyrir pólitískum deilum og átökum og sér ekki fyrir endann á þeim.

Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og forseti landsins samkvæmt ákvörðun þingsins, ætlar að biðja þingið að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Þetta gerir hann til að reyna að koma því til leiðar að alþjóðleg neyðaraðstoð berist til landsins en mikið magn matar, drykkjar og lyfja bíða í Kólumbíu, við landamærin að Venesúela. Mikill skortur er á öllum nauðsynjum í landinu nema hvað elítan hefur úr nógu að moða á meðan almenningur sveltur heilu hungri.

Nicolás Maduro, sem gerir einnig tilkall til forsetaembættisins, hefur látið loka landamærunum og þannig komið í veg fyrir að neyðaraðstoðin berist nauðstöddum samlöndum hans. Maduro fór með sigur af hólmi í vafasömum kosningum á síðasta ári og hefur þingið neitað að staðfesta úrslit þeirra. Maduro tekur hins vegar lítið mark á þinginu og hefur farið sínu fram þar sem hann nýtur stuðnings hersins.

Frá því síðdegis á fimmtudaginn hefur víðtækt rafmagnsleysi verið í landinu og er það til að auka enn á þjáningar almennings. Öllum skólum og vinnustöðum var lokað á föstudaginn vegna þessa. 15 nýrnasjúklingar létust um helgina vegna rafmagnsleysisins. Allir voru sjúklingarnir með langt gengna nýrnasjúkdóma og gerði rafmangsleysið þeim ókleift að fá viðunandi meðferð á sjúkrahúsum. Rúmlega 10.000 nýrnasjúklingar um allt landið eru nú taldir í lífshættu vegna rafmagnsleysisins.

Á þriðju milljón landsmanna hefur flúið land síðan 2015.

Mörg vestræn ríki hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó en ríki á borð við Rússland, Kúbu og Kína styðja Maduro enda er hann vinstri sinnaður mjög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar