fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Mikill munur á hlutfalli samþykktra hælisumsókna í Evrópuríkjum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 16:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið og Evrópuríkin í heild hafa enga samninga né samstöðu um hvernig á að taka á málum flóttamanna. Eitt af fáu sem er sameiginlegt hjá ríkjunum er að fólk á rétt á að sækja um hæli en síðan er undir hælinn lagt hvernig þær umsóknir eru afgreiddar og hversu margar eru samþykktar.

Á síðasta ári var til dæmis engin hælisumsókn samþykkt í Eistlandi en rétt er að hafa í huga að þær voru aðeins 10. Í Ungverjalandi, Póllandi og á Spáni var tæplega fimmta hver umsókn samþykkt. Í Slóveníu, Lúxemborg og Írlandi voru hins vegar um 60 prósent umsókna samþykktar.

Það verður þó að hafa vissan fyrirvara við þessar tölur en þær eru frá tölfræðistofnun ESB, Eurostat. Allar hælisumsóknir eru meðhöndlaðar sérstaklega og það er mismunandi hversu margir frá ákveðnum ríkjum koma til Evrópuríkjanna. Þetta hefur áhrif á prósentuhlutfall samþykktra umsókna. En það er samt ákveðið mynstur í þessu öllu saman, tilviljanir.

Hugveitan Institut Montaigne hefur unnið greiningu á möguleikum fólks frá ákveðnum löndum á að fá hæli. Niðurstaðan er að á skömmum tíma getur afstaða lands breyst úr að vera opið fyrir fólkið yfir í að vera lokað fyrir hælisleitendur með sama bakgrunn, án þess að nokkrar breytingar hafi orðið í heimalandi þeirra.

„Þetta er hælislotterí.“

Segir Jean-Paul Tran Thiet hjá hugveitunni.

Í Þýskalandi var 27 prósentum af fyrstu hælisumsóknum fólks hafnað 2015. 2017 var hlutfallið komið í 53 prósent. Hvað varðar hælisumsóknir Íraka þá var höfnunarhlutfallið 2 prósent 2015 en var komið í 37 prósent 2017. Sama mynstur má sjá í Belgíu og Hollandi.

Í skýrslunni segir að svona hraðar breytingar sé erfitt að skýra með miklum umskiptum í gæðum á afgreiðslu hælisumsókna.

„Þetta sýnir að túlkun og afgreiðsla í samræmi við Genfarsáttmálann breytist ekki aðeins með mismunandi túlkunum heldur einnig vegna staðbundinna pólitískra aðstæðna sem geta verið jákvæðar eða neikvæðar í garð flóttamanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Í gær

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“
Pressan
Í gær

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“
Pressan
Í gær

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana
Pressan
Í gær

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch