fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Rétt missti af vélinni sem fórst: Birtir mynd af flugmiðanum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grikkinn Antonis Mavropoulos má vera þakklátur fyrir það að vera enn á lífi því hann var tveimur mínútum of seinn í flug Ethiopian Airlines, ET 302, í gærmorgun.

Eins og kunngt er fórst vélin skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu með þeim afleiðingum að 149 farþegar létust og 8 manna áhöfn.

Búið var að loka hliðinu í vélina þegar Antonis ætlaði að fara um borð. „Ég var reiður því vildi enginn neitt fyrir mig gera þegar búið var að loka hliðinu,“ sagði Antonis í Facebook-færslu sem, eðli málsins samkvæmt, hefur vakið talsverða athygli.

Antonis er forseti International Solid Waste Association og var hann á leið til Nairobi í Kenía til að taka þátt í ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í færslunni segir Antonis að ótrúlegt sé að hugsa til þess að hann hefði átt að vera um borð í vélinni. „Í dag er happadagurinn minn,“ sagði hann í færslunni.

Antonis pantaði sér aðra flugferð í stað þeirrar sem hann missti af. Áður en að því flugi kom komst hann að því að vél Ethiopean Airlines hafði farist.

Antonis komst að því þegar lögreglumenn nálguðust hann á flugvellinum. Antonis var bannað að fara um borð í seinni vélina á þeim forsendum að hann var sá eini sem átti bókað far með vélinni sem fór ekki um borð.

„Þeir fóru með mig á lögreglustöð flugvallarins. Lögregluþjónninn sagði mér að mótmæla ekki heldur frekar þakka Guði,“ segir hann áður en hann fékk fréttirnar af örlögum vélarinnar.

„Þeir sögðust ekki geta hleypt mér áfram fyrr en þeir væru búnir að skoða mig gaumgæfilega,“ segir hann en þegar það var búið fékk hann að halda ferð sinni áfram.

Eins og að framan greinir létust 157 í slysinu en farþegar vélarinnar voru frá yfir 30 löndum, Norðurlöndunum meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar