fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Einn myrtur í Bergen og annar illa særður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 08:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan hálf fjögur í nótt, að staðartíma, fann lögreglan í Bergen í Noregi lík í íbúð í Landås. Illa særð manneskja fannst á nánast sama tíma á götu úti í nágrenninu. Ekki fjarri var þriðja manneskjan og var hún handtekin.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að illa særða manneskjan hafi verið flutt rakleiðis á sjúkrahús en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um áverka hennar.

Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að andlátið sé grunsamlegt. Lögreglan segist ekki enn vita hvort og þá hvernig fólkið og atburðirnir tengjast en telur líklegt að tengsl séu á milli.

Það var tilviljun sem réði því að fólkið fannst. Lögreglumenn voru á eftirlitsferð í hverfinu þegar þeim var veifað af vegfaranda sem benti þeim á illa særðu manneskjuna. Þegar lögreglumenn fóru inn í húsið fundu þeir líkið. Um tvo karla og eina konu er að ræða.

Lögreglan segist ekki vita með vissu hvaða fólk þetta er en segist hafa grun um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Í gær

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“
Pressan
Í gær

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“
Pressan
Í gær

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana
Pressan
Í gær

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch