fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Eru rússneskir málaliðar í Líbíu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 18:00

Rússnesku málaliðarnir eru margir hverjir sóttir í fangelsi landsins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa borist fregnir af veru mörg hundruð rússneskra málaliða í Sýrlandi, Venesúela og Mið-Afríkulýðveldinu. Þetta hefur að vonum vakið athygli á Vesturlöndum enda hafa margir áhyggjur af auknum umsvifum Rússa víða um heim. Nú berast fregnir af veru rússneskra málaliða í Líbíu og er það til að auka enn frekar á áhyggjur margra.

Rússar eru ekkert að auglýsa þessi umsvif sín í Líbíu eða öðrum ríkjum en þeir nýta sér ástandið á þessum átakasvæðum til að koma sér upp góðum samböndum og auka áhrif sín.

The Times og The Telegraph segja að samkvæmt mati vestrænna leyniþjónusta hafi 300 rússneskir málaliðar verið sendir til Líbíu til að styðja Khalifa Haftar, leiðtoga Libyan National Army. Þeir eru sagðir aðstoða við að útvega vopn, skotfæri, dróna og sjá um ýmislegt er varðar aðdrætti nauðsynja. Nú eru átta ár síðan Vesturlönd hófu hernað í Líbíu en hann endaði með því að Muammar Gaddafi, sem réði lögum og lofum í landinu áratugum saman, dó. En ástandið í landinu er enn mjög óstöðugt og mikill óróleiki er þar.

Ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, er við völd og heldur til í höfuðborginni Trípólí. Hersveitir fyrrnefnds Khalifa Haftar ráða hins vegar lofum og lögum í austurhluta landsins. Vesturlönd óttast að ef áhrif Rússa í landinu aukast þá geti ástandið versnað enn frekar og haft afleiðingar á straum flóttamanna til Evrópu sem og flæði olíu til álfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf