fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Eru rússneskir málaliðar í Líbíu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 18:00

Rússnesku málaliðarnir eru yfirleitt uppgjafarhermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa borist fregnir af veru mörg hundruð rússneskra málaliða í Sýrlandi, Venesúela og Mið-Afríkulýðveldinu. Þetta hefur að vonum vakið athygli á Vesturlöndum enda hafa margir áhyggjur af auknum umsvifum Rússa víða um heim. Nú berast fregnir af veru rússneskra málaliða í Líbíu og er það til að auka enn frekar á áhyggjur margra.

Rússar eru ekkert að auglýsa þessi umsvif sín í Líbíu eða öðrum ríkjum en þeir nýta sér ástandið á þessum átakasvæðum til að koma sér upp góðum samböndum og auka áhrif sín.

The Times og The Telegraph segja að samkvæmt mati vestrænna leyniþjónusta hafi 300 rússneskir málaliðar verið sendir til Líbíu til að styðja Khalifa Haftar, leiðtoga Libyan National Army. Þeir eru sagðir aðstoða við að útvega vopn, skotfæri, dróna og sjá um ýmislegt er varðar aðdrætti nauðsynja. Nú eru átta ár síðan Vesturlönd hófu hernað í Líbíu en hann endaði með því að Muammar Gaddafi, sem réði lögum og lofum í landinu áratugum saman, dó. En ástandið í landinu er enn mjög óstöðugt og mikill óróleiki er þar.

Ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, er við völd og heldur til í höfuðborginni Trípólí. Hersveitir fyrrnefnds Khalifa Haftar ráða hins vegar lofum og lögum í austurhluta landsins. Vesturlönd óttast að ef áhrif Rússa í landinu aukast þá geti ástandið versnað enn frekar og haft afleiðingar á straum flóttamanna til Evrópu sem og flæði olíu til álfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta