fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Kötturinn kom heim eftir nokkra tíma – Þá komst eigandinn að því hvað hann hafði gert

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 06:59

Rex á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk fær sér gæludýr er það væntanlega vel meðvitað um að það þarf að hafa tíma til að sinna dýrinu og sum dýr þarfnast návistar fólks og má þar nefna hunda og ketti. Ef fólk fær sér kött þarf síðan að ákveða hvort hann á að vera inni- eða útiköttur. Það eru kostir og gallar við báða þessa kosti og veltur þetta kannski mest á aðstæðum hverju sinni og persónuleika kattarins.

Þegar Emily Crane fékk sér kött, sem hún nefndi Rex, ákvað hún að láta hann vera útikött. Það gekk vel í upphafi. Nágrannarnir tóku honum vel og hann naut sín í hverfinu. En dag einn kom Rex heim og var með seðil í hálsólinni.

Miðinn sem var í ól Rex.

Emily hafði bjargað Rex átta árum áður og féll strax fyrir honum og hann var sáttur við hana. Þau kúrðu oft saman og höfðu það huggulegt en Rex þurfti einnig að fara ferða sinna einn og kanna heiminn í næsta nágrenni við heimilið.

„Hann var ekki gamall þegar hann byrjaði að vilja fara út. Ég hleypti honum út og gaf honum auga. Ég held að margir hér gleðjist yfir að sjá vinalegan kött.“

Sagði Emily.

Rex varð strax vinsæll í hverfinu en hann var allt annað en feiminn og gaf sig oft að fólki og elskaði að láta klappa sér. Rex varð sífellt hugrakkari í rannsóknum sínum í hverfinu og „svæðið“ hans stækkaði sífellt og fór hann að kanna slóðir sem kettir hafa yfirleitt ekki mikinn áhuga á. Þetta fékk Emily staðfest þegar hún las miðann sem var í ólinni.

Hún sá að miðinn var frá nágranna hennar en textinn var eftirfarandi:

„Hæ, þetta er nágranninn í rauða húsinu! Við vildum bara láta þig vita að Rex hefur tekið undarlegu ástfóstri við baðkarið okkar. Hann laumast inn í húsið til að sitja í því! Það er í góðu lagi okkar vegna því við elskum Rex mjög mikið! Við vildum bara að þú vissir þetta ef þú skyldir vera að spá í hvar hann heldur sig. Þá er hann væntanlega í baðkarinu okkar. Kærar kveðjur, Rauða húsið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu