fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Móðir upplifði martröð í flugi: Gleymdi barninu sínu á flugvellinum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir venjulegum kringumstæðum er farþegaþotum ekki snúið við ef farþegar gleyma einhverju á flugvellinum. En þegar um jafn verðmætan varning og manneskju er að ræða gilda önnur lögmál.

Þessu fengu farþegar og áhöfn í vél Saudi Arabian Airlines að kynnast á laugardag þegar flugvél félagsins, sem var á leið frá Jeddah í Sádi-Arabíu til Kuala Lumpur í Malasíu, var snúið við.

Kona um borð hafði þá áttað sig á því að barn hennar hafi orðið eftir á flugvellinum. Hún lét áhöfn vélarinnar vita sem brást skjótt við og kom skilaboðunum áleiðis til flugstjórans. Ekki kemur fram í frétt Gulf News hvort vélin hafi verið komin í loftið eða hvort vélin hafi verið að búa sig undir flugtak. Farþegar vélarinnar voru þó allir komnir um borð – nema litla barnið.

Flugstjórinn hafði samband við flugturninn á flugvellinum í Jeddah og bað um leyfi til að snúa við. Honum var veitt leyfið skömmu síðar og fór móðirin frá borði og sótti barnið. Allt þetta mustang varð til þess að komu vélarinnar til Kuala Lumpur seinkaði um eina klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar