fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Ný tegund háhyrninga mynduð – Hjúpuð dulúð áratugum saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 21:30

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa vísindamenn leitað að dularfullri undirtegund háhyrninga. Óljósar sögur voru um tilvist þessarar tegundar og töldu sumir að þær ættu ekki við rök að styðjast. En nýlega náðust myndbandsupptökur af hópi dýra af þessari tegund á suðurhveli jarðar. Ekki er talið ólíklegt að tegundin sé nokkuð útbreidd á þeim slóðum.

Undirtegundin er einfaldlega nefnd Tegund D. Fram að þessu hafði aðeins verið vitað um dýr af þessari tegund eftir að 17 dýr þessarar tegundar strönduðu á Nýja-Sjálandi fyrir 64 árum. Einnig höfðu ferðamenn tekið nokkrar ljósmyndir af dýrum þessarar tegundar og sjómenn höfðu sögur að segja af þeim.

En nú hafa vísindamenn sem sagt nýjar myndbandsupptökur af dýrum þessarar tegundar og lífsýni úr þeim. Verið er að vinna að erfðafræðilegum rannsóknum á lífsýnunum og bíða margir spenntir eftir niðurstöðunum.

Hér sjást hefðbundna tegundin og Tegund D fyrir neðan.

Í fréttatilkynningu frá NOAA, bandarísku hafrannsóknarstofnunni, er haft eftir Bob Pitman að háhyrningar þessarar tegundar séu hugsanlega stærsta dýrið, sem enn hefur ekki verið flokkað og skráð sérstaklega, á jörðinni. Þetta sýni vel hversu lítið við vitum um lífið í sjónum.

Vísindamennirnir mynduðu hóp háhyrninga af Tegund D undan ströndum Chile og náðu lífsýnum úr þeim. Dýr af þessari tegund eru frábrugðin „venjulegum“ háhyrningum að því leiti að höfuð þeirra eru ávalari og bakuggar þeirra eru minni og oddmjórri. Hvíti bletturinn við augu þeirra er miklu minni en á öðrum háhyrningum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar