fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Nýfæddur drengur fannst látinn á akri: Nú telur lögregla sig hafa fundið móðurina sem skildi hann eftir

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars árið 1981 gerðu íbúar nærri Sioux Falls í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum skelfilega uppgötvun. Á akri skammt frá borginni fannst nýfæddur drengur látinn og þótti strax augljóst að hann hafði verið skilinn þarna eftir til að deyja.

Lögregla reyndi hvað hún gat að hafa upp á foreldrum litla drengsins en árangurs. Nú, 38 árum síðar, hefur lögregla handtekið móður drengsins, hina 57 ára Rose Bentaas. Hún á yfir höfði sér ákæru fyrir morð.

Lögregla komst á sporið með aðstoð DNA-tækninnar og fyrirtækis sem sérhæfir sig í að rekja ættartré einstaklinga. Leitin skilaði árangri eftir ítarlega rannsókn og leiddi DNA-rannsókn í ljós að Rose er móðir litla drengsins.

Í frétt Argus Leader kemur fram að Rose hafi viðurkennt að hafa skilið drenginn eftir. Hún hafi verið „ung og vitlaus“ á þessum tíma og ekki sagt nokkrum manni að hún bæri barn undir belti. Þá hafi hún fætt drenginn ein á heimili sínu áður en hún fór með hann út á akur og skildi hann eftir.

Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma og mættu til að mynda 50 manns í útför piltsins í mars árið 1981. Hann var kallaður Andrew í bandarískum fjölmiðlum. Rose og faðir Andrews litla eignuðust síðar tvö börn sem nú eru uppkomin. Faðirinn verður ekki ákærður í málinu, að sögn bandarískra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta