fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Flugmenn tilkynntu um vandamál varðandi Boeing 737 MAX 8 á síðasta ári – Ekki vitað hvort brugðist var við tilkynningunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 07:49

Boeing 737 MAX 8. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk flugmálayfirvöld og flugfélög hafna því alfarið að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8 og 9 vélarnar. Tvær MAX 8 vélar hafa farist á undanförnum mánuðum og hafa margir áhyggjur af því að þetta nýjasta flaggskip Boeing sé ekki eins fullkomið og það á að vera. Notkun véla af þessum tegundum hefur nú verið bönnuð víða um heim, þar á meðal í Evrópu.

Á síðasta ári tikynntu bandarískir flugmenn að minnsta kosti tvisvar um vandamál varðandi þessar flugvélategundir. Eins og í slysunum tveimur þá komu vandamálin upp skömmu eftir flugtak segir Time í umfjöllun um málið. Þessi tilvik eru skráð í gagnagrunn um „flugatvik“ en þar eru nöfn flugmanna og flugfélaga ekki gefin upp. Time segir óljóst hvort þessar tilkynningar hafi orðið til þess að Boeing eða flugmálayfirvöld hafi brugðist við.

Í öðru tilvikinu segir flugstjóri Boeing 737 MAX að fljótlega eftir að sjálfstýring var sett á hafi flugmaðurinn tekið eftir því að vélin var farin að lækka flugið og um leið kom sjálfvirk aðvörun um að flugvélin væri of nærri jörðu. Vandamálið var leyst með að aftengja sjálfstýringuna og fljúga vélinni handvirkt. Flugstjórinn telur hugsanlega orsök fyrir þessu vera að sjálfstýringin hafi ruglast vegna ókyrrðar í lofti sem breytti hraða vélarinnar.

Í hinni tilkynningunni segir flugmaður að skömmu eftir að sjálfstýringin var sett á hafi flugið byrjað að lækka flugið um 400 til 500 metra á mínútu og um leið glumdu viðvaranir um að hún flygi of lágt. Hér var vandamálið einnig leyst með að aftengja sjálfstýringuna.

Þetta hefur vakið mikla athygli í kjölfar slysanna tveggja á undanförnum mánuðum. Í þeim báðum voru reynslumiklir flugstjórar við stjórnvölinn. Þeir tilkynntu báðir um vandamál skömmu eftir flugtak og óskuðu eftir heimild til að snúa við en vélarnar skullu til jarðar á miklum hraða áður en þær náðu aftur á flugvellina.

Enn liggja engar niðurstöður fyrir um hvað olli slysinu í Eþíópíu á sunnudaginn en ákveðnar vísbendingar hafa fundist um hvað olli hinu slysinu sem varð í Indónesíu í október. Þar börðust flugmennirnir við sjálfvirka öryggiskerfið MCAS sem er ekki tengt þegar sjálfstýringin er tengd. Kerfið hélt að flugvélinni væri flogið of hægt og of bratt upp á við og rétti því nef hennar af.

Hér er hægt að lesa ítarlega umfjöllun DV um Boeing 737 MAX 8 vélarnar sem áttu að gjörbylta fluggeiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Í gær

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“
Pressan
Í gær

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“
Pressan
Í gær

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana
Pressan
Í gær

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch