fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Hann bjó Veraldarvefinn til fyrir 30 árum – Nú vill hann lagfæra hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 19:00

Verða tvö internet í framtíðinni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 30 árum bjó Tim Berners-Lee Veraldarvefinn (internetið) til. Í opnu bréfi, sem hann sendi frá sér af þessu tilefni, hvetur hann til alþjóðlegs átaks til að takast á við ríkisrekna tölvuþrjóta, afbrot og slæma hegðun á netinu.

CNN skýrir frá þessu. Það var þann 12. mars 1989 sem Berners-Lee kynnti hugmyndir sínar að Veraldarvefnum fyrir yfirmanni sínum. Nú, 30 árum síðar, notar rúmlega helmingur mannkyns netið og tæknirisar á borð við Google, Facebook og Twitter eru hið ráðandi afl á því. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki staðið sig í að hindra útbreiðslu óáreiðanlegra upplýsinga og ofbeldi og áreiti.

Í bréfinu segir Berners-Lee að margir séu hræddir við netið eða efist um að það sé í raun til góðs fyrir fólk. Það hafi opnað möguleika og tækifæri fyrir jaðarhópa til að láta heyrast í sér, það hafi gert líf okkar auðveldara en um leið skapað tækifæri fyrir svikahrappa, auðveldað útbreiðslu hatursáróðurs og auðveldað ýmsar tegundir afbrota.

Hann segir að „baráttan um netið sé eitt mikilvægasta mál samtímans“.

„Við getum ekki bara kennt ríkisstjórn, samfélagslegu neti eða sál fólks um . . . Til að bæta úr þessu verðum við að standa saman sem alheims net-samtök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar