fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Hryllingurinn á Neverland-búgarðinum – Óhugnanlegt klámmyndasafn Michael Jackson

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 06:59

Stúlkan með hengingarólina um hálsin. Þessi mynd fannst á Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka með hengingaról um hálsinn, myndir af nöktum drengjum og tvíhöfða gína. Þetta er smábrot af óhugnanlegu klámmyndasafni Michael Jackson sem lögreglan fann við húsleit í Neverland-búgarðinum sem var heimili Jackson.

Árið 2003 gerði lögreglan húsleit á Neverland-búgarði Michael Jackson. Í skýrslum lögreglunnar um húsleitina kemur fram að í svefnherbergi poppstjörnunnar og baðherbergi hafi fundist að minnsta kosti sjö söfn með myndum af nöktum unglingspiltum.

„Hann var einnig með viðbjóðslegar og vægast sagt hræðilegar myndir af pyntingum á börnum, nektarmyndir af fullorðnum og börnum og kvalalosta.“

Sagði einn lögreglumannanna sem tók þátt í húsleitinni. Í lögregluskýrslum kom fram að mikið af þessu efni væri hægt að nota til að lokka börn og síðan níðast á þeim kynferðislega.

Á þessum tíma hafði Jackson verið sakaður um að hafa beitt Gavin Arvizo, 13 ára, kynferðislegu ofbeldi. Gavin hafði barist við krabbamein og vinskapur hafði tekist með honum og Jackson. Jackson var sýknaður af ákærum um þetta 2005.

Í lögregluskýrslum kemur fram að myndefnið í klámmyndasafni Jackson hafi verið mjög fjölbreytt. Þar hafi verið myndir af konum og körlum bundnum, myndbönd með transfólki, erótískar myndir með körlum og unglingum og kvalalostakynlífi samkynhneigðra.

Þá er tekið fram að fundist hafi mynd af ungri stúlku sem stendur með hengingaról um hálsinn og horfir á mynd af JonBenét Ramsey, sem var þekkt barnastjarna sem var myrt.

Þessi mynd fannst við leit lögreglunnar.

Radar Online, sem komst yfir lögregluskýrslurnar og myndir frá lögreglunni, hefur eftir rannsóknarlögreglumanni að þetta hafi afhjúpað Jackson sem „stjórnsamt rándýr, sem var háð eiturlyfjum og haldið kynlífsfík, sem notaði blóð, kynferðislegar myndir af dýrafórnum og óeðlilegu kynlífi til að fá börn til að láta að vilja sínum.“

Sami lögreglumaður sagði að Jackson hafi einnig átt viðbjóðslegar og vægast sagt hræðilegar myndir af pyntingum á börnum, fullorðnum og nöktum börnum.

Nú eru 10 ár liðin frá andláti Jackson en hann hefur komist aftur í kastljós fjölmiðla að undanförnu vegna nýrrar heimildamyndar HBO, Leaving Neverland, þar sem fjallað er um meint kynferðisofbeldi Jackson gegn tveimur drengjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta