fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Sænskir þjóðernissinnar flytja ráðstefnu sína til Kaupmannahafnar – Eru ekki velkomnir í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski hægrisinnaði þjóðernisflokkurinn Alternativ for Sverige mun um næstu helgi standa fyrir ráðstefnu á Amager í Kaupmannahöfn til að hefja undirbúning kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar sem eru í maí. Það skýtur auðvitað skökku við að sænskur stjórnmálaflokkur haldi ráðstefnu utan Svíþjóðar en ástæðan er að flokkurinn er ekki velkominn í heimalandinu.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Flokkurinn fékk 0,3 prósent atkvæða í þingkosningunum á síðasta ári en vonast til að fá nægilegt fylgi til að koma þingmanni á Evrópuþingið.

Haft er eftir formanni flokksins, Gustav Kasselstrand, að flokkurinn sé hvergi velkominn í Svíþjóð og því verði ráðstefnan haldin í Danmörku. Hann sagði að sænskir ráðstefnustaðir hafi hafnað því að leigja flokknum aðstöðu til fundahalda eða hafi einfaldlega afturkallað pantanir þegar „vinstrisinnaðir fjölmiðlar“ byrjuðu að fjalla um málið.

„Mér finnst ég að vissu leyti vera velkomnari í Danmörku en í Svíþjóð.“

Sagði formaðurinn sem reiknar með um 200 manns á ráðstefnuna.

Á stefnuskrá flokksins er að hætta að taka við flóttamönnum. Flokkurinn segir bein tengsl á milli innflytjenda og afbrota í Svíþjóð, hryðjuverka og hruns velferðarkerfisins. Kasselstrand þvertekur þó fyrir að flokkurinn sé öfgahægriflokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður