fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Andlit illskunnar – Segist hafa notið aðstoðar Anders Breivik við hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þeirra fjögurra sem voru handtekin í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir hryðjuverkaárásirnar á tvær moskur þar í borg segist hafa notið aðstoðar Anders Behring Breivik við undirbúninga ódæðisverkanna.

Í myndbandi segist maðurinn heitar Brenton Tarrant og vera frá Ástralíu. Hann sendi beint út á Facebook þegar hann skaut fólk til bana í annarri moskunni. Hann birti einnig stefnuyfirlýsingu í anda Anders Breivik áður en hann lét til skara skríða. Hún er 73 blaðsíður að lengd. Tarrant segist hafa verið í sambandi við Breivik og hafi notið stuðnings stuðningsmanna Breivik við undirbúning hryðjuverkanna.

Í stefnuyfirlýsingunni segir hann að hryðjuverkin séu hefnd fyrir hryðjuverk í Evrópu. Hann er greinilega undir áhrifum hægriöfgasinnaðra þjóðernissinna sem eru andsnúnir íslamstrú.

Hann hrósar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og segir hann tákn fyrir endurnýjun sjálfsmyndar hvítra. Hann skrifar einnig mikið um nauðganir karla af pakistönskum uppruna á hvítum stúlkum í Bretlandi og vísar einnig til serbneskra þjóðernissinna. Sydney Morning Herald segir skrif hans greinilega undir áhrifum frá Breivik. Paul Buchanan, öryggissérfræðingur, segir augljóst að Tarrant sé hvítur þjóðernissinni. Hann sagði ólíklegt að hann hafi verið einn að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta