fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hann veit líklega hvar ómetanlegt þýfið er: Gallinn er bara sá að hann vill ekki tala

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni í Boston grunar að 82 ára gamall fyrrverandi mafíósi, Robert Gentile, hafi verið viðriðinn eitt bíræfnasta rán í sögu borgarinnar.

Þannig er mál með vexti að hópur manna ruddist inn á Isabella Stewart Gardner-safnið í Boston snemma morguns þann 18. mars árið 1990. Mennirnir yfirbuguðu öryggisverði á safninu og bundu þá áður en þeir létu til skarar skríða. Alls höfðu ræningjarnir 13 ómetanleg listaverk á brott með sér, þar á meðal verk eftir Vermeer og Rembrandt. Talið er að heildarverðmæti verkanna hafi numið um hálfum milljarði Bandaríkjadala.

Málið hefur lengi verið eitt stærsta óleysta sakamál borgarinnar – og þótt víðar væri leitað. Rannsókn lögreglu leiddi þó til þess að árið 2016 var gerð húsleit hjá fyrrnefndum Robert Gentile vegna gruns um að hann hefði verið viðriðinn málið. Sjálfur neitaði hann að hafa átt aðild að ráninu en hann var engu að síður dæmdur fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot.

Robert lýkur afplánun þess dóms á sunnudag, þann 17. mars, en á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið hefur lögregla reynt að fá upp úr honum hvar verkin úr ráninu árið 1990 eru niður komin. Lögregla er nokkuð viss í sinni sök en sjálfur hefur Robert neitað að ræða við málið lögreglu.

Gentile er sem fyrr segir orðinn 82 ára og er hann heilsuveill. Lögreglu grunar ekki að Robert hafi sjálfur staðið á bak við ránið heldur haft aðkomu að því að koma þeim í verð. Hann viti því hvar verkin eru niðurkomin. Tveir menn sem lögregla grunar að hafi verið höfuðpaurar í málinu eru nú látnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf