fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Það sem við vitum um fjöldamorðingjann á Nýja-Sjálandi: Lélegur námsmaður og heltekinn af líkamsrækt

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 13:01

Tarrant er hér í fangi föður síns ungur að árum. Faðir hans lést árið 2010 eftir baráttu við krabbamein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralinn Brenton Tarrant, einn þeirra árásarmanna sem skaut 49 manns til bana og særði fjölmarga í Christchurch á Nýja-Sjálandi, starfaði sem einkaþjálfari í Ástralíu. Hann segist hafa ákveðið fyrir tveimur árum að fremja fjöldamorð en tilviljun virðist hafa ráðið því að Christchurch varð fyrir valinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt erlendra fjölmiðla um fjöldamorðingjann sem myndir hafa birst af. Í ávarpi sem Tarrant skrifaði og birti áður en hann lét til skarar skríða segir hann að upphaflega hafi hann ekki ætlað að gera árás í Christchurch. Hann hafi komið til landsins til að „undirbúa sig og æfa“ fyrir árásina sem hann ætlaði upphaflega í framkvæma í mosku í borginni Dunedin.

Rétt náði að útskrifast

Brenton er 28 ára gamall og hafði hann starfað sem einkaþjálfari í Ástralíu, að því er fram kemur í frétt ABC News. Hann fæddist í Ástralíu og eru foreldrar hans af skosku, írsku og ensku bergi brotnir. „Æska mín var venjuleg og tíðindalítil,“ sagði hann í ávarpi sínu og bætti við að foreldrar hans hafi verið af verkamannastétt með tiltölulega lágar tekjur.

„Ég hafði lítinn áhuga á menntun á skólaárum mínum og rétt náði að útskrifast,“ segir hann.

Faðir hans dó árið 2010

Faðir hans, Rodney, lést eftir baráttu við krabbamein árið 2010, 49 ára að aldri, en hann þótti öflugur íþróttamaður á sínum yngri árum. Tarrant ólst upp í Grafton í  Northern River-héraði sem er í
Nýju Suður-Wales. Ekki liggur fyrir hvort móðir hans, sem er enn á lífi, og systir, búi enn á svæðinu.

Fátt þykir benda til annars en að Tarrant hafi fengið tiltölulega eðlilegt uppeldi en minna er vitað um síðustu ár í lífi hans.

Heltekinn af líkamsrækt

ABC News ræddi við fyrrverandi samstarfsmenn hans í líkamsræktarstöðinni sem hann starfaði fyrir í Ástralíu. Tracey Gray, framkvæmdastjóri stöðvarinnar, segir að Tarrant hafi verið heltekinn af líkama sínum og lagt mikið á sig til að ná árangri í ræktinni. Þessi áhugi hans hafi orðið til þess að hann varð sjálfur einkaþjálfari – líf hans snúist að stóru leyti um líkamsræktina. Tracey segist aldrei hafa heyrt Tarrant tala um stjórnmál eða trúarleg málefni. Ef marka má ávarp hans var Tarrant mjög í nöp við múslima og innflytjendur – þá viðurkennir hann að hafa verið rasisti og „umhverfissinnaður fasisti“.

Ávarp hans þykir minna mjög á yfirlýsingu norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik. Tarrant sagðist hafa verið í sambandi við Breivik og notið stuðnings stuðningsmanna Breivik við undirbúning hryðjuverkanna. Þá sagði hann hryðjuverkin hefnd fyrir hryðjuverk í Evrópu. Tarrant sagðist vera „venjulegur hvítur karlmaður“ en af yfirlýsingu hans að dæma var hann greinilega undir áhrifum hægriöfgasinnaðra þjóðernissinna sem eru andsnúnir íslamstrú.

„Af þeim samræðum sem ég átti við hann kom hann mér ekki fyrir sjónir sem einhver sem myndi tileinka sér öfgaskoðanir. En ég veit að hann hefur verið mikið á ferðinni síðan hann hætti hjá okkur,“ segir Tracey en Tarrant er talinn hafa ferðast til Evrópu, Suðaustur Asíu og Austur-Asíu að undanförnu.

Vitað er að hann fór til Pakistans ekki alls fyrir löngu og virðist hann hafa verið hrifinn af landi og þjóð. „Ótrúlegur staður sem er fullur af heiðarlegu og kærleiksríku fólki,“ sagði hann á Facebook, að því er The Sydney Morning Herald greinir frá.

Hætti við að ráðast á mosku í Dunedin

Eins og að framan greinir ætlaði Tarrant að láta til skarar skríða annars staðar, nánar tiltekið í mosku í Dunedin. Hann skipti um skoðun og ákvað að fremja árásina í Al Noor og Masjid-moskunum í Christchurch, því þar væru mikli „fleiri innrásarmenn“ eins og hann orðaði það. Eftir árásirnar í Al Noor og Masjid hugðist hann aka til Ashburton, um klukkutíma frá Christchurch, þar sem hann hugðist ráðast gegn fólki í mosku þar í bæ. „Á þessum tímapunkti er ég óviss um hvort ég nái því takmarki mínu, ef það tekst verður það bónus,“ sagði hann.

Staðfest er að 49 séu látnir og 20 alvarlega slasaðir eftir skotárásirnar í moskunum tveimur. Fjórir eru í haldi lögreglu, þar á meðal ein kona, en tengsl hinna handteknu liggja ekki fyrir á þessu stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch
Pressan
Í gær

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“
Pressan
Í gær

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“
Pressan
Í gær

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana
Pressan
Í gær

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch