fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Fékk áfall þegar hann sá hvað var undir peningaskápnum

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 16. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að George Hollingsworth hafi fengið vægt áfall þegar honum var litið inn í bílskúrinn við heimili sitt á dögunum.

Þegar George, sem er búsettur í Marion í Indiana í Bandaríkjunum, var litið inn í skúrinn sá hann greinileg merki þess að brotist hefði verið inn í hann. Í fljótu bragði var ekki ljóst hvort einhverju hefði verið stolið, enda hafði George ekki beinlínis lagt mikla áherslu á að halda skúrnum snyrtilegum.

Sú staðreynd að hurðarkarmurinn var brotinn og stór og mikill peningaskápur í skúrnum hafði fallið um koll var þó nóg til að vekja grunsemdir um að einhver hefði farið inn í skúrinn.

George átti að líkindum von á flestu öðru en að finna lík karlmanns undir peningaskápnum. Um er að ræða stóran, gamlan og mjög þungan skáp sem vegur rúm 400 kíló. Talið er að innbrotsþjófurinn hafi ætlað að brjótast inn í skápinn, en það hafi ekki farið betur en svo að skápurinn féll um koll og á manninn sem varð undir.

Á vettvangi fannst tjakkur sem hafði verið notaður til að losa skápinn frá gólfinu. Lögregla segir að þjófurinn látni hafi verið 28 ára karlmaður að nafni Jeremiah Disney.

„Í sannleika sagt hefði ég frekar viljað að hann hefði stolið einhverju frá mér en deyja með þessum hætti,“ segir George í samtali við Fox59 í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu