fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

189 óhugnanleg símtöl úr vöruhúsum Amazon

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 21:30

Úr einu vöruhúsa Amazon netverslunarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frásagnir starfsmanna af erfiðum vinnuaðstæðum í vöruhúsum Amazon hafa reglulega komið fram í dagsljósið á undanförnum árum. Starfsmenn sem taka til pantanir fyrir viðskiptavini eru margir undir miklu álagi og þurfa að uppfylla allskonar kröfur til að vera álitnir góðir starfsmenn.

Daily Beast kafaði ofan í málið á dögunum og komst að því að frá október 2013 til október 2018 hafi bandarísku neyðarlínunni borist 189 símtöl úr vöruhúsum fyrirtækisins frá starfsmönnum. Símtölin voru býsna óhugnanleg og vörðuðu meðal annars sjálfsvígstilraunir, sjálfsvígshugsanir og andleg veikindi starfsfólks.

Tekið er fram í umfjöllun Daily Beast að úttekt blaðsins hafi aðeins náð til 46 vöruhúsa í 17 ríkjum Bandaríkjanna, eða fjórðungs þeirra vöruhúsa sem fyrirtækið starfrækir í Bandaríkjunum.

Daily Beast ræðir til dæmis við Jace Crouch, sem starfaði í vöruhúsi Amazon í Lakeland í Flórída, sem ber fyrirtækinu ekki fallega söguna. Lýsir hún því að starfa þar sem „helvíti á jörðu“. „Það getur tekið mjög á andlegu hliðina að gera sama hlutinn, mjög hratt, í tíu klukkustundir á dag – fjórum til fimm sinnum í viku,“ segir Jace.

Tekið er fram í umfjöllun Daily Beast að einhverjir starfsmenn hafi lýst andlegum veikindum áður en þeir byrjuðu að vinna fyrir Amazon. Aðstæður í vöruhúsunum hafi þó gert veikindin verri.

Hér má lesa umfjöllun Daily Beast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?