fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Drekkti dóttur sinni: „Ég vil ekki fara í bað mamma. Ég vil ekki bað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Claire Colebourn var á dögunum dæmd til að sæta fangelsi í allt að 18 ár fyrir að myrða dóttur sína.  Bethan Colebourn var aðeins þriggja ára gömul þegar móðir hennar vakti hana um miðja nótt og drekkti henni í baðkarinu.

Skilin að borði og sæng

Þegar Michael Colebourn bankaði á dyrnar hjá eiginkonu sinni til að sækja dóttur sína, Bethan, grunaði honum ekkert illt. Michael og Claire, eiginkona hans, voru skilin að borði og sæng. Dóttir þeirra Bethan dvaldi hjá móður sinni en faðir hennar fékk hana tvisvar í viku í umgengni. Enginn kom til dyra og Michael taldi sér trú um að hann hefði einfaldlega farið dagavillt. Skömmu síðar greindi lögreglan honum frá hrottalegum raunveruleikanum, Bethan var dáin, móðir hennar hafði drekkt henni.

Michael og Bethan höfðu hist nokkrum dögum fyrr og átt góðan dag saman. „Ég skilaði Bethan heim um 5 leytið. Bethan gaf mér koss og knús, og fór svo inn til mömmu sinnar. Hún var ánægð, hún var glöð að sjá hundinn sinn. Hún var í lagi.“

Móðir BethanClaire, var hins vegar ekki í lagi. Hún var ekki sátt við samvistaslitin og sannfærð um að Michael hefði verið að halda framhjá henni með samstarfskonu. Hún var orðin sannfærð um að Michael hefði ekkert gott í hyggju og að hann væri slæmur maður. Hún eyddi  heilu dögunum á vefnum þar sem hún sótti sér upplýsingar um fyrrverandi elskhuga eiginmannsins og leitaði ráða um af hverju eiginmaðurinn vildi endilega fara frá henni. Hún varð sannfærð um að Michael væri að njósna um hana. Hann væri að fylgjast með í gegnum tölvuna og Internetið.

Síðan fór hún að leita sér upplýsinga um sjálfsvíg og leitaði meðal annars af upplýsingum um hvort drukknun væri sársaukalaus leið til að taka eigið líf.

„Ég vil ekki fara í bað mamma. Ég vil ekki bað“

Hún sagði svo þriggja ára dóttur sinni að það væri kominn tími til að fara í bað. „Hún sagði „Ég vil ekki fara í bað mamma. Ég vil ekki bað,“ sagði Claire fyrir dómi.

„Ég drekkti dóttur minni, ég drekkti minni eigin dóttur. Því miður treysti litla stelpan mín mér algjörlega. Áður en ég ýtti henni í kaf sagði ég henni að ég elskaði hana. Þetta mun ásækja mig allt mitt líf – litli líkami hennar kipptist til. Ég vildi bara að þessu myndi ljúka sem fyrst. Hún barðist eiginlega ekkert á móti mér. Hún barðist ekkert um. Hendur hennar voru undir henni og ég held að hún hafi treyst mér. Ég tók hana svo upp úr og vissi að hún væri dáin.“

Claire játaði brot sitt fyrir lögreglu en sagði að hún hefði verið að vernda dóttur sína frá föður sínum. „Þegar einhver er að leika sér með tilfinningar þínar og þú sérð að fallega litla stúlkan þín er líka að þjást því hún finnur til með móður sinni“

„Hún verður mun öruggari í himnaríki þar sem hún er ekki nálægt pabba sínum. Andi hennar hvílir í friði þar en Michael hefði aldrei látið okkur í friði.

Hún sagði einnig að  hennar staður væri við  hlið dóttur sinnar í himnaríki, en hún „neyddist til að vera á lífi“. Claire var á dögunum dæmt fangelsi í allt að 18 ár fyrir morð.

„Ég sakna þess að vera faðir“

Eftir að dómurinn yfir eiginkonu hans var kveðinn upp kom Michael með yfirlýsingu og sagði:

„Það eru engin orð sem fá lýst síðustu 18 mánuðunum. Það eina sem gaf lífinu lit er nú farið. Fallega dóttir mín var tekin frá mér á kaldranalegan og harðlyndan máta af manneskju sem átti að vernda hana og varðveita. Að missa Bethan hefur haft mikil áhrif á mikið af fólki, fjölskyldu,m vini og alla sem þekktu hana. Hún var dásamleg lítil stúlka sem færði gleði í líf þeirra.  Í gegnum þetta dómsmál höfum ég og aðstandendur hennar þurft að þola harmþrungna lýsingu á síðustu andartökum hennar.  Ég sakna þess sárlega að vera faðir. Við áttum svo yndislegar stundir saman, hlátur hennar var smitandi og orkan endalaus. Hún er alltaf í huga mér. Bethan var heimurinn minn og ég var stoltur af því að vera faðir hennar. Ég sakna hennar svo.“

 

Frétt The Sun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug