fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 06:59

Matt og Liz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið er brothætt og getur gjörbreyst á örskotsstundu. Gleðistund getur breyst í sorgarstund eins og hendi sé veifað og ekkert er hægt að gera til að forða því. Það voru einmitt hröð umskipti í lífi Matt Logelin í mars 2008. Hann var nýorðinn faðir og sveif um á skýi enda hamingjan allsráðandi. En þá gerðist hið ófyrirsjáanlega og skelfilega.

Aðeins 27 klukkustundum eftir að eiginkona hans, Liz, hafði alið dóttur þeirra hneig hún niður og lést. Þá upplifði hann verstu stund lífs síns aðeins rúmum sólarhring eftir að hafa upplifað bestu stund lífs síns.

En líf hans tók óvænta stefnu þegar hann ákvað að setjast niður og kveikja á tölvu Liz. Þau höfðu kynnst í menntaskóla og höfðu verið saman alla tíð síðan. Eftir að hafa verið kærustupar í átta ár gengu þau í hjónaband og skömmu síðar varð Liz barnshafandi.

Á brúðkaupsdaginn.

Fjölskyldur þeirra bjuggu á víð og dreif um Bandaríkin og því byrjaði Liz með blogg þar sem hún skrifaði um meðgönguna en þannig gátu ættingjarnir fylgst með á einfaldan hátt en blogg var mjög vinsælt á þessum tíma enda tími samfélagsmiðlanna ekki runninn upp að neinu marki.

Meðgangan var erfið og Liz glímdi við allskonar erfiðleika og veikindi. En í gegnum bloggið gátu ættingjar og vinir fylgst með framvindu mála. Í mars 2008 kom síðan að því að Madeleine litla var tekin með keisaraskurði sjö vikum fyrir tímann.

Liz á meðgöngunni.

Það var ekki hægt að lýsa gleði foreldranna. Draumur þeirra hafði ræst og þau voru loks orðin foreldrar. Nú gat nýr kafli í lífi þeirra hafist. En það sem átti að vera upphafið á enn meiri hamingju breyttist skyndilega í martröð því 27 klukkustundum eftir að Madeleine kom í heiminn lést Liz skyndilega og óvænt. Hún náði aðeins að hitta dóttur sína í skamma stund áður því henni var sagt að hvíla sig í sólarhring eftir fæðinguna. Næsta morgun var því kominn tími til að hún gæti fengið Madeleine til sín aftur. Hún stóð upp úr rúminu og gekk rólega um sjúkrastofuna. Síðan hneig hún skyndilega niður. Dánarorsökin var lungnablóðrek.

Sársaukinn var að vonum óbærilegur fyrir Matt, algjör umskipti höfðu orðið á lífi hans á örskömmum tíma. Hann hafði eignast dóttur og hamingja virtist ekki geta orðið meiri en þá lést eiginkona hans.

Með Madeleine nýfædda.

Skyndilega fann hann einhverja þörf hjá sér til að setjast niður við tölvu Liz og fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Hann byrjaði að skrifa á bloggið hennar. Þar sem hún hafði áður fjallað um meðgönguna fjallaði hann nú um tilfinningar sínar og líf sem ekill og einstæður faðir. Bloggið veitti innsýn í líf hans eftir hið hörmulega fráfall Liz. Hreinskilið blogg.

Það vakti fljótlega mikla athygli og fljótlega voru um 40.000 manns farnir að lesa bloggið daglega og fjöldinn jókst dag frá degi. Lesendur, fólk sem Matt hafði aldrei hitt, urðu eins og aukafjölskylda fyrir hann. Þeir fóru að gefa honum ráð um eitt og annað og reyna að aðstoða hann í gegnum þessa erfiðu tíma.

Matt bloggar.

„Ég hefði aldrei látið mig dreyma um að fólk myndi gefa mér ráð eða hjálpa mér í gegnum þetta ferli. Það hjálpar mér daglega.“

Sagði hann í spjallþætti Rachel Ray og bætti við:

„Ég vil að líf Madeleine verði eins og Liz óskaði henni. Hún er það eina sem skiptir mig máli og það eina sem ég hef áhyggjur af í heiminum í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu