fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Manntjón í árásinni í Utrecht – Ekki útilokað að um hryðjuverk sé að ræða – Tveir árásarmenn sagðir ganga lausir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 11:30

Frá aðgerðum lögreglunnar. Skjáskota af útsendingu Sky.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky sagði rétt í þessu að lögreglan hafi nú staðfest að einn hið minnsta hafi verið skotinn til bana í miðborg Utrecht í morgun. Eins og DV skýrði frá þá var tilkynnt um skothríð í sporvagni í miðborginni klukkan 10.45 í morgun. Sögum ber ekki saman um hvort einn eða tveir menn hafi verið að verki en ljóst er að skotið var á fólk af handahófi. Árásarmaðurinn eða árásarmennirnir komust undan.

Fjölmennt lögreglulið leitar þeirra nú. Hollenska ríkisstjórnin var boðuð til neyðarfundar í morgun. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í öllum helstu borgum landsins.

Hryðjuverkadeild lögreglunnar var send á vettvang í Utrecht en ekki er talið útilokað að um hryðjuverk sé að ræða.

Skólum í borginni hefur verið fyrirskipað að halda börnum innandyra og læsa öllum inngöngum.

Ríkisstjórn landsins hefur ákveðið að hækka hættustig vegna hryðjuverka á hæsta stig í Utrecht og nágrenni.

Hollenskir fjölmiðlar segja að einn sé látinn og sjö, hið minnsta, særðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni