fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Ógnarstór sprenging varð í gufuhvolfinu í desember en enginn virðist hafa séð hana

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vígahnöttur sprakk með miklum tilþrifum þegar hann kom inn í gufuhvolf jarðar í desember síðastliðnum. NASA tilkynnti þetta eftir að hafa fengið fyrirspurn um málið frá bandaríska flughernum.

Svo virðist vera sem enginn hafi séð sprenginguna sem varð að vísu á nokkuð afskekktum stað, eða yfir Beringshafi skammt frá Kanchatka-skaganum í Rússlandi. Beringshaf er hafsvæði í norðurhluta Kyrrahafs, milli Alaska og Síberíu.

NASA hefur skoðað málið eftir að gervihnettir námu sprenginguna og komist að því að hún var býsna öflug. Þannig er talið að sprengingin hafi verið tíu sinnum kraftmeiri en sprengjan, sem varpað var á Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni, leysti úr læðingi.

NASA hefur biðlað til flugfélaga, sem áttu vélar á flugi á þessum slóðum, að hafa samband ef ske kynni að einhver hafi séð sprenginguna.

Sex ár eru síðan vígahnöttur sprakk yfir Chelyabinsk í Rússlandi. Það var tilkomumikil sjón sem fjölmargir sáu. Vígahnötturinn sem kom inn í gufuhvolfið í desember var þó stærri, að sögn vísindamanna, en talið er að aðeins tveir til þrír svo stórir komi inn í gufuhvolfið á hverjum hundrað árum að meðaltali.

Hér má sjá vígahnöttinn sem sást yfir Chelyabinsk árið 2013:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu