fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Skotum hleypt af víða í Utrecht – Ekki vitað hver eða hverjir standa að baki árásunum – Útiloka ekki fleiri árásir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 12:35

Lögreglumenn að störfum í Utrecht. Skjáskot/SkyNews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkadeild hollensku lögreglunnar hélt blaðamannafund fyrir nokkrum mínútum þar sem Pieter-Jaap Aalbersberg ræddi við fréttamenn um atburðina í Utrecht í morgun. Hann sagði að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í morgun. Hann sagði að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og lögreglan viti ekki hver eða hverjir standi að baki þessu né ástæðu þess.

Lögreglan hefur staðfest að einn hafi látist þegar skotið var á sporvagn í miðborginni. Sjö, hið minnsta, eru særðir en ekki hefur verið skýrt frá alvarleika meiðsla þeirra.

Þungvopnaðir lögreglumenn hafa umkringt fjölbýlishús í borginni en lögreglan hefur ekki skýrt nánar frá af hverju.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu á Twitter fyrir stundu þar sem íbúar í Utrecht eru beðnir um að halda sig innan dyra, ekki sé hægt að útiloka fleiri árásir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu