fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að grunlausir borgarar hafi tapað sem nemur milljónum króna á svikahröppum sem gera út starfsemi sína úr hrörlegu húsnæði í indversku borginni Ahmedabad.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun sem birtist á vef Mail Online í morgun. Breskir borgarar hafa orðið sérstaklega fyrir barðinu á svikahröppunum sem taldir eru hafa samband við allt að tíu þúsund manns á dag.

Kurteisir og vel máli farnir

Mennirnir þykjast vera starfsmenn breska skattsins og segja fólki að það hafi ekki staðið skil á skattgreiðslum. Nauðsynlegt sé að bregðast skjótt við, ella eigi viðkomandi hættu á að fá heimsókn frá lögreglu og verða handtekinn.

Svo virðist vera sem mennirnir noti símaskrá sem aðgengileg er almenningi í Bretlandi. Þeir eru búnað sem gerir þeim kleift að notast við símanúmer breska skattsins og þá eru þeir með breska bankareikninga sem grunlausir borgarar leggja peninginn inn á. Dæmi eru um að svikahrapparnir hafi haft um 10 til 20 þúsund pund, allt að þrjár milljónir króna, af einstaklingum.

Sumir leggja inn peninga á reikningana margoft, eftir að hafa fengið skilaboð þess efnis að peningarnir hafi ekki skilað sér á reikninginn, þó þeir hafi gert það. Mennirnir eru mjög kurteisir og vel máli farnir til að vekja ekki grunsemdir hjá viðmælendum.

Heimsótti þá með falda myndavél

Mail Online birti á vef sínum myndband af starfsmönnunum þar sem þeir virðast skemmta sér konunglega við að hrella breskan almenning. Í einu símtalinu heyrist hringjandinn hóta svarandanum handtöku greiði hann ekki skuldina. Þegar hann er spurður hvort viðmælandinn hafi verið hræddur svarar hann því játandi.

Blaðamaður Mail Online fór til Indlands þar sem hann þóttist vera í leit að samstarfi við svikahrappanna. Hann var með falda myndavél á sér og myndaði það sem fram fór, eins og sést í myndbandinu hér undir. 

Erfitt viðureignar

Miðstöðvar þar sem svindl af þessu tagi eru stunduð eru algengar í Indlandi, en talið er að eitt af hverjum tíu svikasímtölum, ef svo má segja, komi frá Indlandi. Það er ekki bara breskur almenningur sem verður fyrir barðinu á svindlurum því þeir herja einnig á fleiri enskumælandi lönd, eins og Ástralíu og Bandaríkin.

Lögreglan á erfitt með að glíma við svindl af þessu tagi. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur þó sent útsendara sína til Indlands en að sögn lögreglunnar í Ahmedabad hefur breska lögreglan ekki verið í sambandi vegna svikahrappanna.

Vita að þeir fá borgað 

Í samtölum blaðamanns við svikahrappanna kom fram að um það bil fimm einstaklingar falli í gildruna á hverju kvöldi að meðaltali. Misjafnt er hvað svikararnir hafa upp úr krafsinu á kvöldi, en að jafnaði eru það nokkur hundruð þúsund krónur á kvöldi – stundum miklu meira og stundum minna.

„Við hótum þeim og um leið og við skynjum ótta vitum við að við fáum borgað,“ sagði einn svikarinn í samtali við blaðamann. Bestu skotmörkin eru einstaklingar sem eru komnir yfir fertugt og þokkalega efnaðir. Þá eru innflytjendur sérstaklega auðvelt skotmörk enda ekki endilega vel að sér í tungumálinu eða breskri skattalöggjöf, ef út í það er farið.

Í frétt Mail Online er einnig rætt við þriggja bara breskan föður, Jonathan Fairy, sem tapaði rúmri milljón króna eftir að hann féll í gildru svikaranna. Hann hafði erft fé frá föður sínum en svo óheppilega vildi til að símtalið kom á sama tíma og erfðamálið var til meðferðar hjá skattinum. Átti hann von á símtali á hverri stundu þar sem hann vissi að hann þyrfti að standa skil á erfðafjárskatti. Svo fór að hann greiddi um 10 þúsund pund í það heila – peningar sem hann mun ekki sjá aftur.

Hann og eiginkona hans, Faye, eru ósátt við að breskir bankar bregðist ekki skjótar við og loki reikningum sem svikahrappar nota. „Ef þetta getur komið fyrir okkur þá getur þetta komið fyrir hvern sem er,“ segir Faye.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu