fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið á vegfarendur í hollensku borginni Utrecht í morgun heitir Gökmen Tanis og er 37 ára. Staðfest er að þrír eru látnir og níu særðir, þar af nokkrir alvarlega. Ekki liggur fyrir hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða en margt þykir benda til þess.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fleiri en einn byssumaður hafi verið að verki.

Lögregla birti mynd af Tanis á Twitter-síðu sinni, en talið er að myndin hafi verið tekin á eftirlitsmyndavélar í járnbrautalest í borginni, skömmu áður en Tanis lét til skarar skríða. Tanis er af tyrknesku bergi brotinn.

Lögregla hefur undanfarna klukkustund eða svo setið um hús í Utrecht, en talið er að Tanis sé þar inni. Húsið er nokkur hundruð metrum frá staðnum þar sem árásin var framin.

Lögregla hækkaði viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í fimm í morgun í Utrecht og nágrenni borgarinnar. Hafa íbúar verið hvattir til að halda sig innandyra meðan lögregla leitar árásarmannsins eða árásarmannanna. Skólar eru lokaðir, almenningssamgöngur liggja niðri og þá hafa moskur í borginni verið hvattar til að hafa lokað í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fjölda dauðsfalla og fjölda særðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu