fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fyrsta manneskjan á Mars verður væntanlega kona

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 21:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali í útvarpsþættinum Sciency Friday á föstudaginn skýrði Jim Bridenstine, yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, frá því að fyrsta manneskjan sem stígur fæti á Mars verði væntanlega kona. Hann vildi ekki segja hvaða kona en benti á að konur gegni stóru hlutverki í framtíðaráætlunum NASA.

BBC segir að ætlun NASA sé að senda fólk til Mars á fjórða áratug þessarar aldar.

En það er ekki bara á Mars sem konur munu koma við sögu því Bidenstein sagði einnig að næsta manneskjan, sem stígur fæti á tunglið, verði kona.

Það er meira á döfinni hjá konum í geimnum því í lok apríl munu Anne McIain og Christina Koch verða fyrstu konurnar til að fara í geimgöngu þar sem þær hreyfa sig frjálst um geiminn.

Frá því að fyrstu konurnar voru kynntar til sögunnar sem geimfarar 1978 hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Í dag er hlutfall kvenna meðal virkra geimfara hjá NASA 34 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf