fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Pressan

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 30. janúar á síðasta ári vaknaði Gisle Sellevik, sem býr í Noregi við undarlegt hljóð á heimilinu. Hann hélt í fyrstu að dóttir hans hefði vaknað og fór að kanna málið.

„Fyrsta hugsun mín að dóttir mín hefði vaknað. Þegar ég fór fram úr sá ég ókunnuga konu í dyrunum.“

Sagði Gisle í samtali við TV2. Á meðan fjölskyldan var í fastasvefni hafði par, innbrotsþjófar, komist inn í húsið. Konan stóð vakt en maðurinn leitaði að verðmætum. Þegar Gisle var að ræða við konuna kom maðurinn gangandi með borðtölvuna hans í fanginu.

„Þú getur bara lagt hana frá þér.“

Man Gisle eftir að hafa sagt við manninn.

„Ég sá að hann var með skrúfjárn í höndinni og heyrði hann segja: „Ég ætla að taka þessa tölvu með mér.““

Gisle segist hafa verið svo syfjaður og þreyttur að hann hafi nánast verið í leiðslu.

„Ég var samt fastur fyrir og reyndi að taka skrúfjárnið af honum. Ég sleppti síðan og lyfti handleggnum. Þá stakk hann mig tvisvar. Ég hrundi í gólfið, sársaukinn var svo mikill.“

Innbrotsþjófurinn sleppti tölvunni og parið hvarf á braut. Þau höfðu skartgripi, spjaldtölvu, veski og bíllykla á brott með sér.

Gisle var fluttur á sjúkrahús þar sem kom í ljós að lunga hafði fallið saman. Skrúfjárnið hafði gengið átta sentimetra inn í brjóstkassann. Hann var í lífshættu.

Réttarhöld hófust í málinu í gær en innbrotsþjófurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og saksóknari hefur sagt að væntanlega verði þess krafist að maðurinn verði dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi á grundvelli geðrannsóknar. Hann á brotaferil að baki, hefur hlotið dóma fyrir ofbeldi, innbrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni.

Maðurinn neitar að hafa ætlað að drepa Gisle en játar að hafa stungið hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi
Fyrir 3 dögum

Flott veiði á Pollinum á Akureyri

Flott veiði á Pollinum á Akureyri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúlkan í vatninu líklega sjöunda fórnarlamb raðmorðingjans

Stúlkan í vatninu líklega sjöunda fórnarlamb raðmorðingjans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brutust inn og stálu 50 kílóum af konfekti

Brutust inn og stálu 50 kílóum af konfekti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Peningarnir streyma inn til Trump

Peningarnir streyma inn til Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mögnuð uppgötvun – Fundu höfuð af risaúlfi

Mögnuð uppgötvun – Fundu höfuð af risaúlfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnar að taka fyrir mál er varðar hljóðdeyfa á byssur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnar að taka fyrir mál er varðar hljóðdeyfa á byssur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir að streyma beint frá því þegar hann misnotaði dóttur sína kynferðislega

Dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir að streyma beint frá því þegar hann misnotaði dóttur sína kynferðislega