fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Hrinti vinkonu sinni fram af brú en sleppur við fangelsi – Óhugnanlegt myndband

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára stúlka, Tay‘lor Smith, hefur játað fyrir dómi að hafa hrint sextán ára vinkionu sinni, Jordan Holgerson, fram af brú í Moulton Falls skammt frá Vancouver.

Atvikið náðist á myndband og er óhætt að segja að það sé býsna óhugnanlegt áhorfs. Stúlkurnar voru í hópi vina sem var að leik á brúnni.

Jordan hugðist stökkva en hætti við á síðustu stundu. Áður en Jordan náði að komast aftur yfir brúarhandriðið ýtti Tay‘lor henni niður og var fallið rúmir átján metrar. Jordan lenti í ánni fyrir neðan en slasaðist talsvert við fallið; hún braut sex rifbein en auk þess féllu lungu hennar saman.

Tay‘lor átti yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi vegna málsins. Verjandi hennar komst að samkomulagi við saksóknara um að ekki verði farið fram á fangelsisdóm yfir henni. Eru líkur á að hún verði þess í stað dæmd til samfélagsþjónustu og til að vera með ökklaband í óákveðinn tíma.

Í viðtali eftir atvikið í fyrrasumar sagði Tay‘lor að hún hafi ekki hugsað dæmið til enda þegar hún ýtti vinkonu sinni niður. Hún hafi ekki ætlað sér að meiða Jordan og þá kvaðst hún sjá mikið eftir gjörðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu