fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Hvað gera Bretar nú? Loka fyrir klám á netinu nema gegn framvísun skilríkja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætt er við að margir Bretar muni reka upp stór augu og verða ansi ósáttir um næstu mánaðarmót. Óánægjunnar mun væntanlega gæta sérstaklega í unglingaherbergjum um allt land. Ástæðan er að um mánaðarmótin verður lokað fyrir óheftan aðgang að klámi á netinu fyrir þá sem eru yngri en 18 ára.

Til að komast inn á klámsíður í framtíðinni þurfa notendur að sanna aldur sinn með skilríkjum. Þetta er ákvæði nýrra laga um klám á netinu.

Í nýrri könnun YouGov kemur fram að stór hluti Breta veit ekki af þessari breytingu. 76 prósent aðspurðra höfðu enga vitneskju um lögin. En það þarf kannski ekki að koma á óvart að könnunin sýndi einnig að þeim mun oftar sem fólk notar klámsíður á netinu, þeim mun meiri líkur eru á að það hafi heyrt um þetta bann.

Lögin hafa í för með sér að klámsíður, sem vilja starfa á Bretlandseyjum, verða að tryggja að enginn yngri en 18 ára geti komist inn á þær. Til að sanna aldur sinn getur fólk til dæmis notað greiðslukort, ökuskírteini eða annað sem staðfestir aldur viðkomandi.

Auk þess verður hægt að kaupa einhverskonar aðgangskort í verslunum en það verður aðeins selt gegn framvísun skilríkja, svona svipað og þegar áfengi og tóbak er selt.

Lögin hafa sætt nokkurri gagnrýni. Þar á meðal frá samtökunum Open Rights sem vinna að réttindamálum netnotenda. Þau telja að lögin veiti klámsíðunum alltof mikil völd og þær fái alltof miklar upplýsingar. Það geti haft í för með sér að gagnaþjófnaður frá klámsíðum verði til þess að allir geti séð hverjir hafi verið að nota þær þar sem persónuupplýsingar verða skráðar þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu