fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 18:00

Mynd: ESA/Hubble & NASA, Acknowledgement: Judy Schmidt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um 230 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, í stjörnumerkinu Herkúlesi, er löng og ströng barátta nú við að taka enda. Þar eru tvær vetrarbrautir að sameinast í eina en það er þyngdaraflið sem dregur þær að hvor annarri.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Þar segir að NGC 6052, en það eru vetrarbrautirnar kallaðar, hafi fundist 1784 af breska stjörnufræðingnum William Herschel. Þær vöktu strax athygli hans enda um margt sérstakar.

En það sem hann vissi ekki en við vitum nú er að þarna eru tvær vetrarbrautir að renna saman. Þetta sýna myndir sem NASA og evrópska geimferðastofnunin ESA hafa tekið með geimsjónaukum sínum.

Samruninn, eða árekstur vetrarbrautanna, hefur breytt brautum margra stjarna í þeim en það er þó lítil hætta á að stjörnunar lendi í árekstrum þar sem þær eru agnarlitlar í samanburði við stærð vetrarbrautanna.

Nú er lokastig samrunans að eiga sér stað.

Sömu örlög bíða vetrarbrautarinnar okkar en hún mun renna saman við Andrómedu vetrarbrautina en þyngdaraflið dregur þær saman. Það er þó óþarfi að hafa áhyggjur því þetta gerist ekki fyrr en eftir um 4 milljarða ára og ferlið sjálft tekur langan tíma, gríðarlega langan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku