fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Þjófarnir töldu sig hafa komist í feitt: Lögregla sneri á þá á snilldarlegan hátt

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófar sem brutust inn í kirkju Maríu Magdalenu í bænum Castelnuovo Magra á Ítalíu töldu sig hafa komist í feitt þegar þeir stálu málverki í kirkjunni.

Verkið umtalaða.

Verkið, sem heitir Krossfestingin og er eftir Pieter Brueghel yngri, hefur lengi hangið uppi á vegg í umræddri kirkju – gestum og gangandi til augnayndis. Verkið var málað á 17. öld og er það metið á um 400 milljónir króna.

Sá orðrómur hafði verið á kreiki að þjófagengi væri að undirbúa þjófnað á verkinu. Lögregla brást því við – kannski sem betur fer – og tók verkið niður og setti eftirlíkingu af verkinu upp í staðinn. Það borgaði sig því skömmu síðar brutust þjófarnir inn og stálu verkinu. Innbrotið átti sér stað síðastliðinn miðvikudag.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en öryggismyndavélar, sem var komið upp af lögreglu um það leyti sem verkinu var skipt út, náðu myndum af tveimur mönnum á Peugeout-bifreið. Lögreglu grunar hverjir voru að verki.

Síðast var reynt að stela verkinu árið 1981 og þá tókst þjófunum ætlunarverk sitt. Lögregla fann verkið þó nokkrum mánuðum síðar. Verkið hefur verið í eigu kirkjunnar undanfarin hundrað ár eða svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu