fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Dómurinn yfir Karadžić þyngdur: Verður í fangelsi það sem eftir er

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur dæmt Radovan Karadžić, fyrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð á árunum 1992 til 1995. Reuters greinir frá en dómurinn var kveðinn upp eftir hádegi.

Karadžić var dæmdur í 40 ára fangelsi árið 2016 en áfrýjunardómstóllinn sagði að refsingin þá hefði verið of léttvæg í ljósi brotanna sem hann var sakfelldur fyrir.

Í stríðinu í Júgóslavíu var Karadžić fundinn sekur um morð, að ráðast á óbreytta borgara, og hryðjuverk með umsátri sínu í Sarajevo, höfuðborg Bosníu á meðan stríðið stóð yfir í landinu á árunum 1992 til 1995. Í stríðinu dóu um 100.000 manns.

Mál Karadžić er eitt síðasta skrefið í málsmeðferðum tengdum stríðinu í Júgóslavíu. Karadžić var ákærður ásamt Ratko Mladic árið 1996, en þeir sluppu undan réttvísinni þar til Karadžić var handtekinn í Belgrad í Serbíu árið 2008. Mladic var síðar handsamaður og dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“