fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Dómurinn yfir Karadžić þyngdur: Verður í fangelsi það sem eftir er

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur dæmt Radovan Karadžić, fyrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð á árunum 1992 til 1995. Reuters greinir frá en dómurinn var kveðinn upp eftir hádegi.

Karadžić var dæmdur í 40 ára fangelsi árið 2016 en áfrýjunardómstóllinn sagði að refsingin þá hefði verið of léttvæg í ljósi brotanna sem hann var sakfelldur fyrir.

Í stríðinu í Júgóslavíu var Karadžić fundinn sekur um morð, að ráðast á óbreytta borgara, og hryðjuverk með umsátri sínu í Sarajevo, höfuðborg Bosníu á meðan stríðið stóð yfir í landinu á árunum 1992 til 1995. Í stríðinu dóu um 100.000 manns.

Mál Karadžić er eitt síðasta skrefið í málsmeðferðum tengdum stríðinu í Júgóslavíu. Karadžić var ákærður ásamt Ratko Mladic árið 1996, en þeir sluppu undan réttvísinni þar til Karadžić var handtekinn í Belgrad í Serbíu árið 2008. Mladic var síðar handsamaður og dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu