fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Loksins tókst að bera kennsl á konuna á hæðinni – Eiginmaðurinn neitar að hafa myrt hana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 22:00

Teikning sem lögreglan lét gera af konunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 15 árum fannst hálfnakið konulík í á í Pennine Way í Yorkshire Dales á Englandi. Ekki var hægt að slá því föstu hvað hefði orðið konunni að bana. 2007 úrskurðaðið dánardómsstjóri að málið væri óleyst og ekki hægt að kveða upp úr um dánarorsök konunnar. Auk þess var ekki hægt að bera kennsl á konuna.

En nú hefur dregið til tíðinda í málinu því kennsl hafa verið borin á konuna. Taílensk yfirvöld hafa staðfest að fingraför konunnar séu fingraför Lamduan Seekanya. Lögreglan er nú að rannsaka málið á nýjan leik og þá sérstaklega hvort að breskur eiginmaður hennar, David Armitage, 55 ára, beri ábyrgð á láti hennar.

Armitage býr í Taílandi. Blaðamenn The Sun höfðu uppi á honum þar og ræddu málið við hann. Hann þvertók fyrir að hafa banað eiginkonu sinni. Hann sagðist vita af málinu en hafi ákveðið að halda áfram að lifa sínu lífi og láta þetta ekki hafa áhrif á sig.

Lamduan Seekanya

Seekanya var jarðsett í ómerktri gröf í kirkjugarðinum í Horton-in-Ribblesdale. Á minningarsteini, sem er í hæðunum ofan við bæinn, stendur:

„Konan á hæðinni. Fannst 20. september 2004. Nafn óþekkt. Hvíldu í friði.“

Minningarsteinninn.

Lögreglan í Yorkshire sagði á síðasta ári að hún teldi að konan væri frá Taílandi og hafi komið til Englands til að giftast þarlendum manni.

Talið er að hún hafi gifst Armitage í Taílandi í janúar 1991 og að þau hafi síðar flutt til Englands og eignast tvö börn. 2003 fluttu þau inn til foreldra Armitage en fljótlega var vinum og ættingjum sagt að Seekanya hefði horfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu