fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Ný lög geta komið í veg fyrir að Donald Trump geti boðið sig fram í Washington

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 17:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur samþykkt lög sem leggja bann við að fólk, sem hefur ekki birt skattaskýrslur sínar opinberlega, megi bjóða sig fram til forseta. Lögin hafa í för með sér að Donald Trump, núverandi forseti, getur ekki boðið sig fram í ríkinu þegar kosið verður um forseta í nóvember á næsta ári.

Patty Kuderer, sem var meðal þeirra sem lagði frumvarpið fram, sagði í samtali við CBS News að það hafi verið venjan í forsetakosningum undanfarin 40 ár að frambjóðendur birti skattaskýrslur sínar en nú hafi sú venja því miður verið brotin. Þar á hún við Trump en hann hefur neitað að birta skattaskýrslu sína opinberlega.

Öldungadeild þingsins samþykkti frumvarpið með 28 atkvæðum gegn 21. Það verður einnig að hljóta samþykkt í fulltrúadeild ríkisþingsins til að það öðlist gildi en demókratar eru með öruggan meirihluta þar svo það ætti að renna í gegn.

Kuderer segir að það séu mikilvægar upplýsingar fyrir kjósendur að vita hvernig frambjóðandi meðhöndlar eigin peninga og fjárfestingar.

Það þykir nokkuð öruggt að ef lögin verða samþykkt verði látið reyna á gildi þeirra fyrir dómstólum til að skera úr um hvort þau gangi gegn stjórnarskrá landsins.

En Trump fer líklegast ekki á taugum yfir þessum lögum enda á brattann að sækja hjá honum í Washington. Í forsetakosningunum 2016 fékk  hann 38 prósent atkvæða í ríkinu en Hillary Clinton 54 prósent.

Álíka lög voru samþykkt í New Jersey í febrúar og fleiri ríki íhuga að setja svipuð lög að sögn The Hill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu