fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Nýtt lyf gegn fæðingarþunglyndi: Betri líðan á innan við sólarhring

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur gefið grænt ljós á markaðssetningu á nýju lyfi gegn fæðingarþunglyndi. Læknar segja að um byltingarkennda nýjung sé að ræða. Talið er að um fimmta hver móðir upplifi fæðingarþunglyndi eftir barnsburð.

Lyfið sem um ræðir verður markaðssett undir heitinu Zulresso. Það virkar hraðar en hefðbundin þunglyndislyf sem konur fá ávísað gegn fæðingarþunglyndi. Prófanir á lyfinu hafa gefið góða raun og sögðust konur sem tóku þátt í prófunum upplifa betri líðan innan einungis 24 klukkustunda.

Lyfið inniheldur gervihormón sem líkir eftir hormóni sem kallast Allopregnanolone. Líkami kvenna framleiðir Allopregnanolone og byggist magn þess upp eftir því sem líður á meðgönguna. Eftir barnsburð minnkar framleiðsla á hormóninu mikið og getur það valdið því sem í daglegu tali er kallað fæðingarþunglyndi.

Kimberly Yonkers, doktor í læknisfræði við Yale-háskóla, segist í samtali við NBC binda miklar vonir við lyfið.

Unnið er að frekari þróun lyfsins og sem stendur er ekki hægt að fá það í töfluformi þó það standi til. Að því er segir í frétt NBC munu konur þurfa að gera sér ferð á heilbrigðisstofnun, liggja þar inni í 60 klukkustundir, eða þar um bil, meðan lyfið er gefið í æð. Þá er lyfið dýrt, kostnaðurinn um 4 milljónir króna á hvern sjúkling, en framleiðandi lyfsins, Sage Therapeutics, segir að tryggingafélög muni dekka þann kostnað að stærstum hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu