fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ól barn í miðju samkvæmi – Kastaði því í ruslagám og hélt áfram að skemmta sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 05:59

Íbúð konunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar samkvæmi stóð yfir heima hjá 31 árs rússneskri konu, Yulia, fékk hún hríðir. Hún fór inn á klósett, læsti að sér og ól son á meðan hún sat á klósettinu. Naflastrengurinn datt sjálfkrafa af svo hún þurfti ekki að klippa á hann. Að fæðingunni lokinni setti Yulia drenginn í ruslapoka og fór út henti honum í ruslagám utan við fjölbýlishúsið sem hún býr í en það er í Ryazan í Ryazan Oblast héraðinu í Rússlandi.

Að þessu loknu fór Yulia aftur inn og hélt áfram að skemmta sér og drekka áfengi með vinum sínum.

Samkvæmt umfjöllun Daily Mail var litli drengurinn í ruslagámnum í tvær klukkustundir áður en vegfarandi heyrði grát hans og hringdi í neyðarlínuna. Drengurinn var nakinn og alblóðugur í ruslapoka í gámnum. Hann var strax fluttur á bráðamóttöku og var talinn í bráðri lífshættu. Líkamshiti hans mældist aðeins 24 gráður við komuna á sjúkrahúsið. Læknum tókst að bjarga lífi drengsins.

Hér ól hún drenginn.

Þegar lögreglan kom heim til Yulia var samkvæmi enn í gangi. Inni á baðherberginu fundu lögreglumenn blóð eftir fæðinguna sem og önnur sönnunargögn. Yulia sagði lögreglumönnunum að hún hefði losað sig við drenginn til að geta haldið áfram að skemmta sér með vinum sínum. Hún var handtekin og hefur verið ákærð fyrir morðtilraun.

Hún á tvö önnur börn, þriggja og fjögurra ára. Barnaverndaryfirvöld tóku þau af henni og hefur þeim verið komið í fóstur. Yulia á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi