fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Stærsta gervieyja heims mun rísa í Hong Kong

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Hong Kong glíma við plássleysi eins og aðrar stórborgir víða um heim. Til að vinna bug á þessu vandamáli hyggjast yfirvöld reisa ógnarstóra eyju úti fyrir ströndum Lantau, sem er stærsta eyja Hong Kong-héraðs.

Verkefnið verður mjög viðamikið eins og gefur að skilja en um er að ræða rúmlega þúsund hektara sem yfirvöld hyggjast reisa. Þess má geta að einn hektari jafngildir tíu þúsund fermetrum. Til að setja stærðina í samhengi verður eyjan tæplega þrefalt stærri en Central Park í New York, að því er Guardian greinir frá.

Kostnaðurinn við verkefnið mun hlaupa á um níu þúsund milljörðum króna, ef áætlanir standast.

Mikill húsnæðisskortur hefur verið í Hong Kong á undanförnum árum og er húsnæði þar með því dýrasta á byggðu bóli. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2025 og fyrstu íbúarnir muni flytja á eyjuna árið 2032.

Samskonar gervieyjur hafa áður verið reistar, til dæmis hin fræga Pálmatréseyja úti fyrir Dúbaí. Kostnaðurinn við byggingu hennar nam 1.400 milljörðum króna.

Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 260 þúsund íbúðir rúmist á eyjunni og því gæti íbúafjöldinn farið í rúmlega milljón manns, ef miðað er við 3-4 á hverju heimili að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu