fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars fluttu fimm manns inn í hús sem hafði staðið autt árum saman í Højslev Kirkeby á Jótlandi. Það fór auðvitað ekki framhjá nágrönnunum. Nágrannarnir tóku eftir fólkinu, þremur körlum og tveimur konum, en veittu því ekki neina sérstaka athygli nema annarri konunni en hún var mjög horuð. Hún sást stundum úti að viðra hund.

Í síðustu viku byrjuðu íbúar í einu húsi að fá dularfull skilaboð, skrifuð á klósettpappír, inn um svefnherbergisgluggann. Þeir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins fyrr en fjölmennt lögreglulið mætti á vettvang.

Meðal þess sem stóð á pappírnum var: „Það er af því að ég fæ ekkert að borða sem ég spurði hvort þið séuð ekki með daglega afganga af matnum ykkar. Gerið það. Ég bið ykkur.“

Í samtali við Skive-Folkeblad sögðu nágrannarnir að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað var í gangi í húsinu og þetta hafi komið þeim algjörlega í opna skjöldu.

„Stúlkan var með mjög mjóa fótleggi en annars sáum við hana ekki svo vel því hún var í hettupeysu eða með jakka yfir höfðinu. Hundurinn urraði oft að manni en þegar gengið var að honum varð hann hræddur. Hann var mjög hræddur, ég held að honum hafi ekki liðið vel.“

Sagði nágranni.

Konan sem um ræðir er 23 ára. Lögreglan telur að henni hafi verið haldið fanginni í húsinu og hafi sætt margskonar ofbeldi, likamlegu og andlegu.

Lögreglan segir að hún hafi ítrekað verið laminn í andlit og líkama. Kyrkingartak var tekið um háls hennar og sparkað var í hana. Lögreglan telur einnig að hundurinn hafi margoft verið látinn bíta konuna. Einnig var hún skotin með paintballbyssu.

Á meðan á prísundinni stóð var konunni neitað um mat og drykk um hríð og henni var meinað að fara á klósettið. Hún hefur legið á sjúkrahúsi síðan hún var frelsuð.

Þrír karlar, 23, 25 og 27 ára, og 18 ára kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu