fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Veik kona þurfti að komast á sjúkrahús snemma að morgni – Brá mikið þegar hún sá hvað nágranninn hafði gert

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 07:01

Patrick og Natalie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að segja margt um unglinga, þeir geta til dæmis verið latir, duglegir, sjálfselskir, umhyggjusamir, annars hugar, hæglátir, nú eða bjargvættir. Það síðastnefnda á svo sannarlega við um  Patrick  Lanigan og vini hans. Þeir sönnuðu eftirminnilega að ekki er hægt að setja alla undir sama hatt.

Bræðurnir Brian og Patrick Lanigan eru nágrannar Natalie Blair, eldri konu sem býr í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún er nýrnaveik og þarf reglulega að fara í blóðskilunarvél á sjúkrahúsi. Í byrjun mánaðarins snjóaði mikið kvöld eitt og nótt eina í New Jersey. Natalie þurfti að mæta í blóðskilunarvélina næsta dag og því var mikið undir að hún kæmist en hún óttaðist að snjór og tilheyrandi ófærð myndi gera að verkum að hún kæmist ekki í vélina. Það gat ógnað lífi hennar.

Brian, sem starfar sem sjúkraflutningamaður, hafði mokað innkeyrsluna hjá Natalie nokkrum dögum áður þegar mikið snjóaði en hann var á vakt þetta kvöld og nótt og gat því ekki mokað. Það þýddi því að unglingsbróðir hans, Patrick, þurfti að tryggja að Natalie kæmist á sjúkrahúsið.

Vinirnir að mokstri loknum.

Patrick taldi það ekki eftir sér og hóaði í nokkra vini sína í gegnum samfélagsmiðla. Þeir mættu síðan að húsi Natalie klukkan 4.30 um nóttina og hófust handa. Á hálfri klukkustund mokuðu þeir innkeyrsluna og gerðu Natalie þannig kleift að komast á sjúkrahúsið í blóðskilunarvélina. Hún trúði vart eigin augum þegar hún vaknaði og sá að það var fært fyrir bíl hennar út úr innkeyrslunni.

CNN skýrði frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“