fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Flatjarðarsinnar ætla til Suðurskautsins á næsta ári til að komast á heimsenda – Gætu orðið hissa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 18:00

Er hún flöt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fólks, sem er framarlega í hreyfingu flatjarðarsinna (þeirra sem telja að jörðin sé flöt) ætlar að fara til Suðurskautsins á næsta ári til að komast á heimsenda.

Í nóvember verður árleg ráðstefna Flat Earth International Conference (FEIC) haldin í Texas í Bandaríkjunum. Þetta verður þriðja ráðstefna samtakanna. En á næsta ári er ætlunin að ráðstefnan verði haldin um borð í skemmtiferðaskipi og farið verði til Suðurskautsins. Það er kannski ákveðinn kaldhæðni í því einu að halda hana á skemmtiferðaskipi því þeim er stýrt út frá þeirri kenningu að jörðin sé hnöttótt og tækjabúnaði sem byggir á því, GPS staðsetningarkerfið góðkunna.

Samtök á borð við FEIC hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og fleiri hafa snúist á sveif með þeim. Töluverður hluti af starfi samtaka á borð við FEIC er að varpa fram samsæriskenningum og er þar vinsælt að halda því fram að NASA hafi sviðsett lendingar á tunglinu, þar hafi menn aldrei stigið fæti.

Það verður fróðlegt að fylgjast með ferðinni og hvort heimsendi sé við brún Suðurskautsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku