fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Gamla konan var marin og blá – Þegar dóttir hennar setti falda myndavél upp kom sannleikurinn í ljós

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 07:02

Minnie til vinstri og dóttir hennar til hægri að horfa á upptökuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Minnie Graham, 98 ára, sagði ættingjum sínum að starfsfólkið á dvalarheimilinu væri vont við hana vissi fjölskyldan eiginlega ekki hverju hún átti að trúa en var um leið óttaslegin yfir velferð gömlu konunnar. Ættingjarnir fóru að finna marbletti og aðra áverka á líkama hennar og vakti það eðlilega miklar áhyggjur.

Þeir ræddu málið strax við stjórnendur á dvalarheimilinu en fengu þær upplýsingar að Minnie hefði dottið út úr hjólastólnum sínum.

En fljótlega fjölgaði áverkunum á líkama Minnie og eitt sinn var hún með sprungna vör. Enn á ný fengust þau svör að hún hefði dottið út úr hjólastólnum sínum. Það er auðvitað ekki óalgengt að eldra fólk detti og meiði sig en þar sem Minnie hélt fast við að starfsfólkið kæmi illa fram við hana voru ættingjarnir fullir efasemda um skýringar starfsfólksins.

Dóttir hennar fékk þá hugmynd og ákvað að setja upp falda myndavél í herbergi Minnie til að geta séð hvað væri í raun og veru í gangi þegar Minnie var ein með starfsfólkinu.

Upptakan var hræðilegri en ættingjarnir höfðu átt von á. Á henni má sjá hversu harkalega tveir starfsmenn tóku á Minnie, toguðu í hana og slógu. Hægt er að sjá hluta af upptökunni í myndbandinu hér fyrir neðan.

Starfsmennirnir voru kærðir og misstu báðir vinnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu