fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í maí 2016 að Jill Promoli, ung móðir í Ontario í Kanada, var heima með tvíburasyni sína, Jude og Thomas, sem þá voru tveggja ára. Eins og Jill gerði á hverjum degi kom hún þeim niður í stuttan lúr, en svo vildi til að þennan dag var Jude með hita.

Jill hafði ekki sérstakar áhyggjur af því enda hafði Jude virst hinn hressasti áður en hann sofnaði; hann hló og söng og var eins og hann átti að sér. En þegar Jill kom að rúmi Jude, um tveimur tímum síðar, upplifði hún martröð. Jude lá dáinn í rúminu.

Krufning leiddi í ljós að banamein Jude var flensa. Hann hafði farið í bólusetningu en svo óheppilega vildi til að hann var í hópi þeirra fáu einstaklinga sem ekki mynda ónæmi gegn flensunni. Eftir þessa ömurlegu lífsreynslu ákvað Jill að beita sér fyrir vitundarvakningu um mikilvægi bólusetninga; þó hún hafi verið gagnslaus í tilfelli Jude þá geti bólusetningar sannarlega bjargað mannslífum – eins og dæmin hafa sannað.

En um leið og Jill fór að láta til sín taka á þessum vettvangi fékk hún yfir holskeflu af gagnrýni frá andstæðingum bólusetninga. Skilaboðin voru af ýmsum toga, hún var meðal annars sökuð um að hafa drepið Jude og „sagan um flensuna“ væri bara yfirvarp hjá henni. Hún fékk skilaboð í tölvupósti og í gegnum samfélagsmiðla.

Jill sagði sögu sína í samtali við CNN á dögunum en þessir einstaklingar sem harðast gengu fram voru meðlimir í félagsskap fólks sem er á móti bólusetningum. Voru þeir vægast sagt óhressir með að hún væri að tala fyrir bólusetningum þegar sonur hennar væri nú látinn eftir eina slíka.

Þó að tæp þrjú ár séu liðin frá dauða Jude segist Jill enn fá skilaboð frá andstæðingum bólusetninga. Hún er þó hvergi banginn og hefur bara tvíeflst ef eitthvað er við mótlætið. Jill hefur verið áberandi á þessu sviði í Kanada undanfarin misseri og fékk hún til að mynda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, til að birta mynd af sér opinberlega þar sem hann fór í bólusetningu.

Umfjöllun CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?