fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg atburðarás: Þóttist vera ólétt og lét myrða moldríkan eiginmann sinn

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Vazquez Rijos, 38 ára konu, í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á eiginmanni sínum árið 2005. Fjórtán árum eftir hið hrottafengna morð hefur réttlætinu loks verið fullnægt en það kostaði blóð, svita og tár hjá lögreglu.

Adam Anhang var 32 ára þegar hann flutti til Púertó Ríkó skömmu eftir aldamót. Þar hugðist hann ná frama í fasteignaviðskiptum en áður hafði hann hagnast verulega á fyrirtæki sínu sem sérhæfði sig í leikjum á netinu. Voru auðæfi hans þegar þarna var komið við sögu um 24 milljónir dala, rúmir 2,5 milljarðar króna á núverandi gengi.

Í Púertó Ríkó kynnsti Adam ungri og bráðhuggulegri konu, fyrrnefndri Vazquez Rijos, sem skömmu áður hafði tekið þátt í fegurðarsamkeppni og unnið.

Urðu að ganga í hjónaband

Ekki löngu eftir að þau kynntust tjáði Rijos kærasta sínum að hún væri ólétt. Trúar sinnar vegna gæti hún ekki eignast barnið án þess að ganga í hjónaband. Svo fór að Adam og Rijos giftu sig árið 2005 en aðeins hálfu ári síðar vildi Adam skilnað. Áður en að því kom hafði hann komist að því að Rijos var alls ekki ólétt. Hún hafði sett á svið lygasögu, að því er virðist til þess eins að giftast Adam og gera þannig tilkall til eigna hans.

Það var svo þann 22. september 2005, rétt eftir að Adam hafði tilkynnt Rijos að hann vildi skilnað, að þau fóru út að borða saman. Þegar þau voru á heimleið í gamla borgarhluta San Juan í Púertó Ríkó kom ungur maður að þeim, vopnaður hnífi, og krafðist þess að fá eigur þeirra. Ekki fór betur en svo að hann lagði til Adams með hnífnum og særði hann til ólífis. Rijos slapp hins vegar með skrámur.

Grunaði að maðkur væri í mysunni

Lögreglan í Púertó Ríkó handtók 22 ára gamlan mann vegna árásarinnar, Jonathan Roman Rivera, og fór svo að hann var dæmdur í 105 ára fangelsi. Fjölskylda Adams var þó alla tíð efins um að atburðarásin hefði verið eins og Rijos lýsti henni þetta örlagaríka kvöld og grunaði að maðkur væri í mysunni. Þannig var engu stolið af Adam í ráninu og þá voru engin sönnunargögn sem bendluðu Jonathan Rivera við morðið – engin fingraför, DNA-sýni eða önnur vitni en Rijos.

Segja má að hjólin í málinu hafi farið að snúast fyrir alvöru þegar vitni steig fram nokkrum árum síðar og sagðist hafa séð árásina. Sagði vitnið vissulega hafa séð þegar árásarmaðurinn stakk Adam en það hafi vakið furðu að hann hafi virst tala rólega við Rijos og farið einstaklega varlega þegar hann veitti henni áverka. Að lokum fór svo að fíkniefnasali, Alex Pabon Colon að nafni, játaði að hafa drepið Adam. Það hafi hann gert að beiðni Rijos sem lofaði honum þremur milljónum Bandaríkjadala í staðinn. Alex sá þessa peninga vitanlega aldrei og samþykkti að vitna gegn Rijos í staðinn fyrir vægari refsingu. Í millitíðinni var Jonathan Rivera sleppt úr fangelsi.

Lokkuð til Spánar og handtekin

Þar með er ekki öll sagan sögð því eftir þessa ótrúlega atburðarás fluttist Rijos til Ítalíu. Hún virðist hafa vandað valið nokkuð vel því enginn framsalssamningur er í gildi milli Ítalíu og Bandaríkjanna. Virðist Rijos hafa talið sig getað lifað nokkuð áhyggjulausu lífi á Ítalíu sem hún að vissu leyti gerði. Hún gekk í hjónaband með ítölskum manni og eignaðist með honum tvíbura. Bandaríska alríkislögreglan fylgdist þó grannt með henni og að lokum tókst fulltrúum FBI að lokka hana frá Ítalíu. Það gerði FBI með aðstoð spænsku lögreglunnar en fulltrúar hennar settu sig í hlutverk starfsmanna spænsks ferðaþjónustufyrirtækis. Þeir buðu Rijos vinnu en þar sem atvinnuviðtalið fór fram í Madrid þurfti hún að gera sér ferð þangað. Rijos féll í gildruna, ef svo má segja, því þann 30. júní 2013 flaug hún frá Ítalíu til Spánar. Hún var handtekin við komuna til landsins og síðar framseld til Bandaríkjanna.

Á föstudag var svo loks kveðinn upp dómur í málinu í Bandaríkjunum. Rijos var dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig