fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Draumastarfið er laust – Góð laun – Ferðalög um allan heim og lúxuslíf

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 17:30

Matthew Lepra að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dreymir þig um lúxuslíf? Ferðalög um heiminn? Sól og sumaryl? Allt ókeypis og laun að auki? Þá er tækifæri til að láta til skara skríða núna.

Matthew Lepra, 26 ára ástralskur milljónamæringur, er nú að leita að aðstoðarmanneskju til starfa. Hann ferðast víða um heiminn til að koma fram á ráðstefnum og lifir lúxuslífi. Aðstoðarmanneskjan á að sjálfsögðu að fylgja með á þessum ferðalögum og verður allur ferðakostnaður og uppihald greitt af Lepra. Auk þess eru laun í boði eða sem svarar til rúmlega sex milljóna íslenskra króna á ári.

Hann virðist hafa það gott.

Lepra veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi viðskipti og ferðast mikið til Japan, Dubai og Bandaríkjanna til að koma fram á ráðstefnum. Auk þess að ferðast með Lepra og aðstoða hann við rekstur fyrirtækis hans á aðstoðarmanneskja að sjá um að kynna ýmsa þætti starfsemi hans.

Lepra segir sjálfur að hér sé um „svalasta“ starf heims að ræða. Aðstoðarmanneskjan þarf að búa yfir góðri tölvukunnáttu, geta sinnt mörgum verkefnum í einu og vegabréf viðkomandi þarf að vera í gildi.

Á YouTuberás hans er hægt að fá nánari upplýsingar um starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu