fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 06:59

Jake Reissig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem aldurinn færist yfir okkur aukast líkurnar á að við sjáum á eftir ástvinum og vinum yfir móðuna miklu. Dauðinn er auðvitað óaðskiljanlegur hluti af lífinu en það þýðir ekki að honum fylgi ekki sorg. Það eru oft á tíðum miklar breytingar fyrir fólk að missa ættingja eða maka og lífið getur virst óyfirstíganlegt sem og söknuðurinn.

Þegar Jake Reissig, frá Montgomery í Texas í Bandaríkjunum, missti eiginkonu sína saknaði hann hennar mjög mikið enda höfðu þau verið gift lengi. Jake, sem er á níræðisaldri, vildi eðlilega geta talað við eiginkonu sína og séð hana en það var auðvitað útilokað.

En Jake gerði það sem hann gat. Hann fór að leiði hennar tvisvar á dag en hann gerði meira en bara fara að leiðinu. Því komst sonur hans, Roger, að dag einn þegar hann fylgdi föður sínum eftir í kirkjugarðinn.

Dagurinn hjá Jake hófst á að hann fór til messu. Því næst hitti hann eitt af níu barnabörnum sínum og drakk kaffi með því. Því næst fór hann heim, út í garð og sótti eina rós. Hana tók hann með í kirkjugarðinn þar sem eiginkona hans, Elizabeth, var grafin. Þau voru gift í 65 ár.

Roger taldi sig vita hvað faðir hans gerði, hann væri með sína rútínu og fylgdi henni. En hann vissi ekki að faðir hans gerði ýmislegt fleira en hann grunaði. Það sá hann með eigin augum þegar hann fylgdi föður sínum eftir í kirkjugarðinn dag einn.

Jake vökvar grasið á leiði Elizabeth.

Auk þess að setja eina rós á gröfina hugsaði Jake um leiðið, snyrti og vökvaði til að koma í veg fyrir að grasið myndi brenna og verða brúnt og ljótt. Þetta gerði hann tvisvar á dag.

„Pabbi fór að gröf hennar tvisvar á dag til að heilsa henni. Hann var með ákveðna rútínu þar sem hann klippti rós af rósarunna heima og fór með til mömmu. Síðan náði hann í vatnsslöngu og vökvaði grasið tvisvar á dag.“

Á myndum má sjá að þessi umhyggja skilaði sér í fallegu grænu grasi á leiðinu á meðan það var brúnt á sumum öðrum.

Síðan breyttist rútínan hjá Jake. Dag einn var hann að vökva þegar hann sá unga konu sitja á hækjum sér og gráta. Hann fór til að hugga hana og komst þá að því að eiginmaður hennar hafði verið flugmaður í bandaríska hernum. Hann lést 2010. Eftir þætti bætti Jake einu verkefni inn í rútínuna, hann vökvaði einnig leiði eiginmanns konunnar, Joseph Villasenor.

Jake vökvar grasið á leiði Joseph Villasenor.

„Pabbi vildi heiðra þennan hermann og byrjaði að vökva grasið á leiði hans daglega. Hann gerði þetta daglega og segir að þetta sé það minnsta sem hann geti gert fyrir hann eftir þær fórnir sem hann færði.“

Segir Roger um það sem faðir hans gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu